Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í gær (20. Nóvember 2024) hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni klukkan 23:14 í eldstöðinni Svartsengi. Þetta eldgos hefst mjög snemma miðað við síðustu eldgos á þessu svæði síðan þessi eldgosahrina hófst í eldstöðinni Svartsengi. Tími milli eldgosa er 77 dagar, sem er mögulega það lengsta sem hefur orðið á þessu svæði. Gossprungan á þessu svæði er í kringum 3 km að lengd.

Rauðir punktar sem sýna hvar jarðskjálftar urðu þegar kvikan braut sér leið upp á yfirborðið. Þessir jarðskjálftar raða sér upp eftir Sundhnúkagígaröðinni.
Jarðskjálftavirknin í Sundhnúkagígaröðinni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rautt hraunið kemur upp úr sprungu í Sundhnúkagígaröðinni á skjáskoti frá Rúv. Þetta er í upphafi eldgossins og mestur kraftur í eldgosinu.
Eldgosið eins og það var í upphafi goss. Skjáskot frá vefmyndavél Rúv.
Eldgosið eins og það er klukkan 00:53 þegar aðeins er liðið á það. Það er minni stórkavirkni úr sprungunni og hraunið er farið að flæða að mestu til vesturs. Gasskýið er einnig minna.
Eldgosið klukkan 00:53 þegar farið er að draga úr því. Skjáskot af vefmyndavél Rúv.

Óróinn sem kom fram í upphafi eldgossins núna er mjög lítill. Sá minnsti síðan eldgosahrinan hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Það bendir til þess að þetta eldgos sé ekki mjög stórt. Ef það stenst, þá er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög stuttan tíma og verður hugsanlega lokið í næstu viku. Það mun aðeins koma í ljós með tímanum hvort það gerist. Mesti kraftur eldgossins er á fyrstu 6 til 8 klukkutímum eldgossins.

Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar uppfærslur hingað inn.

Jarðskjálftavirkni í Öskju

Í gær (10. Nóvember 2024) varð jarðskjálfti í Öskju með stærðina Mw3,0. Það komu fáir eftirskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta en síðan hefur ekkert meira gerst í kjölfarið á þessari virkni.

Græn stjarna í Öskju, sem er neðst á kortinu. Auk þess er einn blár punktur í eldstöðinni Kröflu sem sýnir litla jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er kvikuinnflæði í Öskju núna en það er mitt álit að þetta kvikuinnflæði sé ekki líklegt til þess að valda eldgosi. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti sem varð í Öskju sé tengdur þessu innflæði kviku inn í Öskju.

Lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi aðfaranótt 4. Nóvember 2024

Aðfaranótt 4. Nóvember 2024 varð lítið kvikuinnskot í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Þetta átti sér stað milli klukkan 02:30 til rúmlega klukkan 03:00. Það komu fram í kringum 20 til 25 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti sem lauk eins hratt og það hófst.

Rauðir punktar í kringum Reykjanesskaga og síðan í Svartsengi í Sundhnúkagígaröðinni þar sem eldgos hafa átt sér stað. Þar eru nokkrir punktar sem sýna jarðskjálftahrinuna sem varð í nótt.
Jarðskjálftavirknin í Sundhúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er áframhaldandi hætta á frekari kvikuinnskotum á þessu svæði. Stærri kvikuinnskot geta varað í nokkra klukkutíma, þó svo að þau gjósi ekki. Það verður miklu meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði ef slíkt kvikuinnskot fer af stað á þessu svæði.