Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjaneshrygg

Í dag (12. Mars 2025) klukkan 14:29 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes úti á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8 þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist jarðskjálftahrinan ennþá vera í gangi.

Rauðir punktar og grænar stjörnur sem sýna jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanesi úti á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá að þetta sé jarðskjálftahrina sem tengist kvikuhreyfingum á svæðinu. Líklega eru þessir jarðskjálftar vegna spennubreytinga sem koma til vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi sem er ekki langt frá þessari staðsetningu. Jarðskjálftahrinan er þessa stundina lítil en getur aukist aftur án viðvörunar hvenær sem er. Ef þörf verður á því, þá mun ég skrifa nýja grein um stöðu mála.