Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni austan við fjallið Keili

Í dag (26. Mars 2025) klukkan 15:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja, rétt austan við fjallið Keilir. Það hefur ekki verið mikil eftirskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Græn stjarna norðan við Kleifarvatn og austan við fjallið Keilir. Það er einnig mikið um litla jarðskjálfta á öðrum svæðum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er mögulega vegna þenslu í eldstöðinni Svartsengi. Þar sem þessi þensla breytir spennustiginu á öllum Reykjanesskaga en mest næst eldstöðinni Svartsengi. Það getur orðið meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði án viðvörunnar á þessu svæði á Reykjanesskaga.