Myndir af eldstöðvum Íslands

Þegar ég flaug til Danmerkur þann 14 Apríl þá var gott veður og heiðskýrt yfir Íslandi. Það gaf mér tækifæri til þess að taka myndir af þeim eldstöðvum sem voru í flugleið á leið minni til Kaupmannahafnar.

Hægt er að skoða myndirnar hérna. Ég get ekki sett þær inn í WordPress þar sem þær eru of stórar fyrir kerfið. Ég mun útbúa vefsíðu síðar með útskýringum hvað sést á myndunum. Höfundaréttur þessara mynda tilheyrir Jóni Frímanni Jónssyni. Hægt er að nota myndirnar gjaldfrjálst persónulega en öll notkun í auglýsingum og annari atvinnustarfsemi krefst leyfis frá mér.