Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (Vika 17)

Eftir stutt hlé með lítilli virkni, þá er jarðskjálftavirkni aftur farin að aukast í Bárðarbungu með jarðskjálftahrinum. Upptök þessara jarðskjálftavirkni eru þau sömu og venjulega, innstreymi kviku í Bárðarbungu og virkni kviku á grunnu dýpi (sem mun líklega ekki gjósa).

160502_1435
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,4. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Fjöldi jarðskjálfta í þessari hrinu var mjög hefðbundinn, eða í kringum 20 jarðskjálftar. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið í bili, hinsvegar er líklegt að ný jarðskjálftahrina muni byrja aftur eftir nokkra daga en það hefur verið munstrið síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015.

160501.192500.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,4 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þetta er lóðrétti ásinn (Z) og merkið er síað á 2Hz. Þessi myndir er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.