Sérstök grein: Jarðskjálftinn með stærðina Mw8.1 í Mexíkó

Þetta er sérstök grein um jarðskjálftann í Mexíkó.

Það virðist sem að jarðskjálftinn í Mexíkó hafi náð stærðinni Mw8.1 vegna þess að jarðskjálftaflekinn ofan á brotnaði (?). Reyndar eru fréttir af þessu óljósar en vonandi munu frekari rannsóknir skýra þetta nánar. Fyrri rannsóknir eins og þessi hérna útskýra kannski ástandið að einhverju leiti. Ég mældi jarðskjálftann á öllum jarðskjálftamælinum mínum á Íslandi og í Danmörku.

Svona kom Mw8.1 jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælinum mínum. Merkið er síað á 0.1Hz.


Hérna er jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Hérna er jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Hérna er jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Bov, Danmörku. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Það er ennþá mikil hætta á eftirskjálftum með stærðina Mw7,0 muni eiga sér stað en enginn slíkur jarðskjálfti hefur komið fram ennþá.