Í gær þann 10-September-2017 klukkan 21:40 varð jarðskjálfti með stærðina 5,9 djúpt á Reykjaneshrygg (EMSC upplýsingar hérna). Engir eftirskjálftar hafa sést á jarðskjálftamælum vegna fjarlægðar frá landi.
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.
Fjarlægð þessa jarðskjálfta frá Reykjavík er 1004 km. Vegna fjarlægðar frá landi þá varð enginn var við þennan jarðskjálfta. Í mesta falli hefur þessi jarðskjálfti hrætt fiska á svæðinu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað frekara gerist á þessu svæði.
Grein uppfærð klukkan 00:57 þann 12-September-2017. Bætti við tengli sem hafði gleymst.