Jarðskjálfti á Reykjanesskaga þann 25.01.2013

Klukkan 00:41 varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga. Stærð þessa jarðskjálfta var mæld 3.1. Örfáir eftirskjálftar mældust í kjölfarið á þessum jarðskjálta en enginn af þeim var með stærðina yfir 2.0. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu. Þá helst í Hafnarfirði og þeim svæðum sem eru næst upptökum þessa jarðskjálfta.

130125_0315
Græna stjarnar markar jarðskjálftan með stærðina 3.1. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð á þekktu jarðskjálftasvæði á Reykjanesskaga. Þessi jarðskjálfti boðar ekki það að þarna muni eldgos eiga sér stað. Heldur er um að ræða eðlilega spennubreytingu á svæðinu vegna flekahreyfinga.

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið

Velkomin á Íslenska jarðfræði bloggið. Þetta blogg er tilkomið vegna þess að mér fannst nauðsynlegt að skrifa sérstaklega á íslensku um þær jarðhræringar sem verða á Íslandi. Jarðskjálfta, eldgos og slíkt. Í þessu bloggi þá er einnig einfaldara að fá yfirlit yfir það sem er að gerast á Íslandi. Í staðinn fyrir að ég sé að blanda þessu í almenn skrif eins og ég hef verið að gera undanfarin á upprunalega blogginu mínu á jonfr.com.

Ég mun uppfæra þetta blogg eftir þörfum, og oftast nær eingöngu ef eitthvað er að gerast á Íslandi. Slíkt kerfi tryggir að ég geti skrifað inn á þetta blogg og fleiri blogg sem ég er einnig með núna í dag. Það getur liðið talsvert langt á milli uppfærsla ef ekkert er að gerast á Íslandi. Enska útgáfu af þessu bloggi er að finna hérna fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa eldri blogg færslur þar um jarðskjálfta og eldfjallavirkni á Íslandi síðan ég stofnaði það blogg árið 2011.