Djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli

Í dag (21-Júlí-2021) komu fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Þessi jarðskjálftavirkni er ekki stór og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw0,8. Mesta dýpi sem mældist var 13,4km.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli sýnd á mynd frá Veðurstofu Íslands sem nokkrir punktar á Reykjanesskaga. Það er einn punktur fyrir nýjasta jarðskjálftann, tveir appelsínugulir punktar fyrir næst elstu jarðskjálftana og síðan nokkrir bláir punktar fyrir elstu jarðskjálftana.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað þetta þýðir. Það er möguleiki að meiri kvika sé að reyna að koma upp af miklu dýpi heldur en núverandi eldgosasvæði leyfir. Ef það er það sem er að gerast þá er möguleiki á því að nýir gígar opnist og eldgos hefjist á nýjum stöðum. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist jarðskjálftavirknin vera ennþá í gangi en það verða ekki margir jarðskjálftar núna og stærðir þeirra jarðskjálfta sem verða eru mjög litlar.

Þoka kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvað er að gerast á Fagradalsfjalli og í eldgosinu. Það er enginn órói að sjást á mælum Veðurstofu Íslands og það segir að ekkert eldgos er í gangi þessa stundina.

Hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (2-Júlí-2021)

Þegar þessi grein er skrifuð þá er hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (athugið að Veðurstofan hefur ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið). Þessi eldvirkni er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Um klukkan 03:43 kom upp öskuskýr úr gígnum í Fagradalsfjalli. Það var óljóst í nótt hvað var í gangi og það koma ekki í ljóst fyrr en í morgun gígurinn var að falla saman og lokast.

Öskuský frá gígnum í Fagradalsfjalli um klukkan 03:43 í nótt. Það nær upp fyrir ramma myndavélarinnar og er mjög dökkt.
Öskuskýið frá gígnum í nótt. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Órói minnkaði einnig á sama tíma og það er ekkert hraunflæði frá gígnum.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall sem er næst eldgosinu. Það sést í toppa á grafinu síðustu klukkutíma.
Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað gerist næst í þessu. Það er ólíklegt að eldgos muni hefjast aftur í gígnum sem hætti að gjósa í nótt. Venjulega þá gýs aldrei aftur í svona gígum þegar þeir eru hættir að gjósa. Kvikan þarf því að finna sér nýja leið þegar þrýstingur er orðinn nægur djúpt í jarðskorpunni til þess að hefja nýtt eldgos. Þegar þrýstingur er orðinn nægur þá er mjög líklegt að jarðskjálftahrina muni hefjast þar sem kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið á Reykjanesskaga. Hversu lengi þetta mun taka er ekki hægt að segja til um.

Þangað til að eldgos eða jarðskjálftar hefjast á Fagradalsfjalli eða nágrenni þá er þetta síðasta greinin hjá mér um eldgosið í Fagradalsfjalli.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021. Þetta eldgos telst ennþá vera hluti af eldgosi í Krýsuvík-Trölldayngja eldstöðvarkerfinu en það gæti breyst í framtíðinni.

  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.
  • Meirihlutann af vikunni þá hefur hraunið flætt um hraungögn sem ekki hafa sést á yfirborðinu að miklu leiti. Í dag (18-Júní) breyttist það aftur og er hraun núna á yfirflæði úr gígnum.
  • Gígurinn er óstöðugur og eru hraun algeng úr honum. Sérstaklega innan í gígnum en það er hugsanlegt að allt það magn hrauns sem er í gígnum haldi innri hlutum gígsins uppi eins og er.
  • Hraun þekur núna allan Nátthaga og er hraunið á leið úr Nátthaga á næstu klukkutímum til dögum. Það verður ekki gerð nein tilraun til þess að stöðva framgagn hraunsins fram í sjó og yfir Suðurstrandarveg.
  • Geldingadalir eru fullir af hrauni og er komið aðeins yfirflæði í hraunið sem er þar. Það er hætta á að hraun flæði inn í Nátthagakrika og það var ýtt upp smá varnargarði til þess að tefja það ferli. Það er óljóst hvort að það virkaði. Eins og er þá hefur hraun ekki farið í þá áttina.
Hraun flæðir úr gígnum í appelsínugulum lit yfir á eldra hraun sem er í kringum gíginn. Gas kemur upp úr gígnum og rekur til norður.
Hraun flæðir upp úr gígnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.
Horft niður í Nátthaga en sést illa vegna gasmóðu sem er í dalnum. Það sést glitta í bíl í fjarlægð. Ásamt því að aðeins sést í hraunið sem er á leiðinni úr dalnum.
Nátthagi og hraunið í dalsbotninum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Næsta uppfærsla ætti að vera þann 25-Júní-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 5-Júní-2021

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
  • Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
  • Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
  • Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
  • Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.

Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.

Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.