Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021. Þetta eldgos telst ennþá vera hluti af eldgosi í Krýsuvík-Trölldayngja eldstöðvarkerfinu en það gæti breyst í framtíðinni.

  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.
  • Meirihlutann af vikunni þá hefur hraunið flætt um hraungögn sem ekki hafa sést á yfirborðinu að miklu leiti. Í dag (18-Júní) breyttist það aftur og er hraun núna á yfirflæði úr gígnum.
  • Gígurinn er óstöðugur og eru hraun algeng úr honum. Sérstaklega innan í gígnum en það er hugsanlegt að allt það magn hrauns sem er í gígnum haldi innri hlutum gígsins uppi eins og er.
  • Hraun þekur núna allan Nátthaga og er hraunið á leið úr Nátthaga á næstu klukkutímum til dögum. Það verður ekki gerð nein tilraun til þess að stöðva framgagn hraunsins fram í sjó og yfir Suðurstrandarveg.
  • Geldingadalir eru fullir af hrauni og er komið aðeins yfirflæði í hraunið sem er þar. Það er hætta á að hraun flæði inn í Nátthagakrika og það var ýtt upp smá varnargarði til þess að tefja það ferli. Það er óljóst hvort að það virkaði. Eins og er þá hefur hraun ekki farið í þá áttina.
Hraun flæðir úr gígnum í appelsínugulum lit yfir á eldra hraun sem er í kringum gíginn. Gas kemur upp úr gígnum og rekur til norður.
Hraun flæðir upp úr gígnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.
Horft niður í Nátthaga en sést illa vegna gasmóðu sem er í dalnum. Það sést glitta í bíl í fjarlægð. Ásamt því að aðeins sést í hraunið sem er á leiðinni úr dalnum.
Nátthagi og hraunið í dalsbotninum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Næsta uppfærsla ætti að vera þann 25-Júní-2021.