Tveir litlir jarðskjálftar í Húnaþingi Vestra

Einstaka sinnum mæli ég jarðskjálfta sem koma ekki inn á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands og að auki mjög litlir að stærð. Það veldur því að þeir sjást einfaldlega ekki í kerfinu þeirra. Mínir jarðskjálftamælar geta mælt jarðskjálfta niður í ML-2,0 ef aðstæður eru góðar og veður er gott, einnig þarf viðkomandi atburður að vera nægjanlega nálægt jarðskjálftamælinum svo að hann mælist. Jarðskjálftanir sem ég mældi þann 20-Febrúar-2014 voru stærri en ML0,0. Ég veit því miður ekki nákvæma stærð þessara jarðskjálfta vegna þess hugbúnaðar sem ég er að nota. Fyrsti jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 12:36.

140220.123600.bghz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.123600.bhrz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Seinni jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 18:41 og var sá jarðskjálfti örlítið stærri en sá fyrri.

140220.184113.bghz.psn
Seinni jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184113.bghn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég hef ekki mælt fleiri jarðskjálfta á þessu svæði síðan þessir atburðir komu fram. Síðast varð jarðskjálfti sem ég mældi í Húnaþingi Vestra árið 2006 þegar ég bjó á Hvammstanga. Árið 2006 var ég bara með einn jarðskjálftamæli á Hvammstanga þegar ég bjó þar. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað á þessu svæði. Þar sem það er erfitt að vita það með vissu, mér þykir það hinsvegar ólíklegt að slíkt muni gerast. Ef frekari jarðskjálftar munu eiga sér stað þá verður hægt að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftavefnum mínum.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu tvo daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni 1,0 eins og er.

140217_1150
Jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar þekkt í sögunni að eldgos geta átt sér stað snemma í Kötlu. Samkvæmt heimildum þá var eldgos í Maí árið 1721 og varði það eldgos fram í Október sama ár (+- 45 dagar). Það er ekki vitað til þess að eldgos í Kötlu hafi átt sér stað, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkt vegna skorts á heimildum frá fyrri eldgosum.

Styrkir: Ef fólk getur styrkt mína vinnu þá er það vel þegið. Það er hægt að styrkja mig beint hérna eða með því að nota Paypal takkann hérna til hliðar. Staðan er orðin sú að ég er mjög blankur eins og er og restin af mánuðinum verður mjög erfið fái ég ekki neina styrki. Ég hef einnig gefið út mína fyrstu smásögu sem hægt er að lesa hérna á Kobo. Smásagan kostar $6,99 + íslenskur vaskur (VSK) ef einhver er. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (16-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessar jarðskjáfthrinur eiga sér stað þegar Orkuveita Reykjavíkur dælir niður vatni niður í jarðskorpuna. Þessi niðurdæling veldur jarðskjálftahrinum á svæðinu og þessar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað í flest ef ekki öll þau skipti sem niðurdæling á vatni á sér stað þarna.

140217_1110
Jarðskjálftahrina í Henglinum í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þegar vatni er dælt niður í jörðina stöðvast yfirleitt um leið og niðurdælingu vatns er lokið, eða mjög fljótlega eftir það. Eins og stendur er þessi niðurdæling á vatni eingöngu að valda minniháttar jarðskjálftum á svæðinu.

Styrkir: Fólk getur styrkt vinnu mína hérna með því að nota „Donate“ takkann hérna til hliðar eða fara eftir þeim upplýsingum sem er að finna hérna. Einnig sem hægt er að kaupa smásögu sem ég var að gefa út hérna fyrir $6,99 (+ íslenskur VSK ef það á við). Takk fyrir stuðninginn.

Allt rólegt í jarðfræði Íslands

Tímabil lítillar virkni heldur áfram á Íslandi og hefur þetta tímabil núna varað í meira en fimm mánuði núna. Það eru alltaf minniháttar jarðskjálftar sem eiga sér stað þrátt fyrir þetta tímabil lítillar virkni. Slíkt er eðlilegt og það má alltaf reikna með því að litlir jarðskjálftar eigi sér stað.

140212_0955
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru að jafnaði 4 til 5 ár á milli eldgosa á Íslandi og síðasta stóra eldgos auk tveggja minni eldgosa áttu sér stað árið 2011. Síðan þá hafa engin eldgos átt sér stað á Íslandi eftir því sem ég best veit. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður á Íslandi.

Styrkir: Samkvæmt yfirliti á bankabókinni hjá mér. Þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Þar sem að ég átti afskaplega lítinn pening eftir þegar ég var búinn að borga alla mína reikninga. Fólk getur styrkt mig beint eða í gegnum PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að smella á auglýsingarnar hérna. Þegar verslað er í gegnum Amazon þarna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur hjá Amazon. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina hjá Geysi og í Langjökli (syðri hlutanum)

Í gær (05-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina norður af Geysi og síðan í suðurhluta Langjökuls í eldstöð sem er kennd við Presthnjúka. Enginn jarðskjálfti í þessari hrinu fór yfir stæðina 2,6. Stærstu jarðskjálftanir sáust á mælanetinu hjá mér og er hægt að sjá þá hérna (í nokkra klukkutíma í viðbót þegar þetta er skrifað).

140206_1100
Jarðskjálftahrinan í Langjökli og síðan norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa smáhrinu þá er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum og þetta er rólegasta tímabil á Íslandi síðustu fimm árin eftir því því sem ég kemst næst.

Styrkir: Þessi vefsíða er án auglýsinga og því þarf ég að treysta á styrki til þess hafa tekjur af minni vinnu. Ég þakka stuðninginn.

Rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi

Um þessar mundir er mjög rólegt í jarðfræði á Íslandi. Þetta sést best á því að ég hef afskaplega lítið til þess að skrifa um hérna þessa dagana. Ég veit ekki hvenær þetta breytist en þetta ástand hefur varað mjög lengi á Íslandi núna

140131_1710
Mjög rólegt á Íslandi núna. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir nokkrum dögum var jarðskjálftavirkni mjög djúpt á Reykjaneshrygg. Ég fjallaði ekki um þessa jarðskjálftahrinu vegna óvissu um staðsetningu jarðskjálftanna einnig sem að stærð flestra jarðskjálftanna var undir stærðinni 5,0. Jarðskjálftahrinur eiga sér oft stað djúpt á Reykjaneshrygg.

Beðið eftir eystri Skaftárkatlinum

Jökulhlaupið í Skaftá er alveg að verða búið eða er búið þegar þetta er skrifað (21-Janúar-2014). Þetta jökulflóð var frekar lítið samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem fylgist með gangi þessara flóða. Það er hinsvegar meira eftir. Þar sem það eru tveir katlar í Vatnajökli og eystri Skaftárketilinn er ennþá fullur af vatni.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Eystri og vestari Skaftárkatlanir í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar eystri Skaftárketilinn tæmist þá er reiknað með að það flóð verði mun stærra en flóðið úr vestari Skaftárkatlinum. Síðasta flóð sem átti sér stað úr eystri Skaftárkatlinum var árið 2010 samkvæmt yfirliti frá Háskóla Íslands. Hægt er að skoða hvernig flóðin úr Skaftárkötlum virka hérna á vefsíðu Háskóla Íslands – Jarðvísindastofnun.

Skaftárhlaup er hafið

Í dag (19-Janúar-2014) var það tilkynnt að Skaftárhlaup væri hafið. Talið er að hlaupið núna komi úr vestari katlinum og verði mjög lítið. Rennsli í Skaftá þessa stundina er í kringum 370 m3/s samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Enginn órói hefur mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar ennþá, þannig að engar breytingar hafa átt sér stað ennþá í eldstöðinni þar sem háhitasvæði Skaftárkatla er í Vatnajökli. Talið er að vestari skaftárketilinn sé að tæmast, það mun þó ekki verða staðfest fyrr en hægt verður að fljúga yfir svæðið og staðfesta þannig hvaða ketill er að tæma sig.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Skaftárkatlar í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

skaftarkaltar.rennsli.svd.19-Januar-2014
Rennslis og flóðamælar Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

Óvissustigi hefur verið líst yfir á svæðinu af Almannavörnum og það er mælst til þess að fólk ferðist ekki um þetta svæði á meðal skaftárhlaupið gengur yfir. Vegna hættu á eitrun á svæðinu vegna brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu. Einnig sem að fólki hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nærri skaftárkötlum vegna sprungumyndunar sem á sér stað þegar ketilinn tæmist af vatni. Hægt er að fylgjast með breytingum á skaftárhlaupinu hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Aukin leiðini í Múlakvísl

Þann 8-Janúar-2014 skrifaði ég um aukna rafleiðni í Múlakvísl. Þessi aukna rafleiðni hefur haldið áfram þessa vikuna samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta er núna önnur vikan þar sem rafleiðnin er svona óeðlilega há miðað við árstíma. Rafleiðnin í Múlakvísl um þessar mundir er í kringum ~327 til ~360 µS/cm. Venjulegt gildi fyrir Múlakvísl á þessum árstíma er í kringum ~180 µS/cm. Rennsli hefur einnig aukist í Múlakvísl í kjölfarið á þessum breytingum á leiðinni. Frá 31-Desember-2013 hefur rafleiðni í Múlakvísl verið meiri en 220 µS/cm og er það mjög óvenjulegt.

rafleidni.mulakvisl.januar.1-15.2014
Rafleiðni í Múlakvísl samkvæmt grafi frá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mulakvisl_animated
Breytingar á Múlakvísl þessa daga sem rafleiðni hefur verið hærri í Múlakvísl. Myndin er fengin héðan af vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir jarðskjálftar (fyrir utan hefðbundna virkni) eða órói hefur mælst í kjölfarið á þessum breytingum í Múlakvísl. Talið er að ketill í Mýrdalsjökli sé að leka vatni útí Múlakvísl og það útskýri þessa auknu leiðni sem er núna að koma fram. Engar vísbendingar eru um það að einhverjar breytingar séu að eiga sér stað í eldstöðinni Kötlu eins og er.

Fréttir af þessu

Rafleiðni há en enginn órói mælist (mbl.is)

Styrkir: Það er hægt að styrkja þessa vefsíðu og þar með tryggja að ég haldi áfram að skrifa um íslenska jarðfræði, eldgos og jarðskjálfta. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna. Ég mun fljótlega setja upp Paypal takka svo að fólk geti styrkt mig sjálfkrafa einu sinni í mánuði. Einnig sem ég mun setja upp leið fyrir fólk til þess að styrkja mig á hefðbundin hátt með Paypal.

Færsla uppfærð klukkan 20:57 UTC þann 15-Janúar-2014.
Færsla uppfærð klukkan 20:59 UTC þann 15-Janúar-2014.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014

Ég afsaka hvað þessi póstur kemur seint inn. Ég hef verið að fást við meira en eitt tölvuvandamál hjá mér. Nánar um seinna tölvuvandamálið í sérstökum pósti.

Þann 10-Janúar-2014 urðu þrír jarðskjálftar á Reykjaneshrygg. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,1 og 3,5. Þriðji jarðskjálftinn var minni með stærðina 2,5.

140110_1700
Tveir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar voru brotaskjálftar á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að þeir eigi upptök sín í kviku á þessu svæði.