Í gær (05-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina norður af Geysi og síðan í suðurhluta Langjökuls í eldstöð sem er kennd við Presthnjúka. Enginn jarðskjálfti í þessari hrinu fór yfir stæðina 2,6. Stærstu jarðskjálftanir sáust á mælanetinu hjá mér og er hægt að sjá þá hérna (í nokkra klukkutíma í viðbót þegar þetta er skrifað).
Jarðskjálftahrinan í Langjökli og síðan norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Fyrir utan þessa smáhrinu þá er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum og þetta er rólegasta tímabil á Íslandi síðustu fimm árin eftir því því sem ég kemst næst.
Styrkir: Þessi vefsíða er án auglýsinga og því þarf ég að treysta á styrki til þess hafa tekjur af minni vinnu. Ég þakka stuðninginn.