Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í dag (25-Febrúar-2014) klukkan 09:49 varð mjög djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er undir Bárðarbungu í GVP gagnagrunninum sem Loki-Fögrufjöll). Dýpi þessa jarðskjálfta var 29,6 km og stærð hans var 1,8. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga, frekar en vegna spennu í jarðskorpunni.

140225_2030
Jarðskjálftinn í Hamrinum sem hafði dýpið 29,6 km er staðsettur 12,5 km suður af Hamrinum (64,417 -17,605). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Hamrinum var í Júlí 2011 [sjá hérna á ensku]. Það eldgos var lítið og varði bara í örfáa klukkutíma en olli jökulflóði úr Vatnajökli. Það hefur verið rólegt í Hamrinum síðustu mánuði en virkin virðist vera að aukast núna hægt og rólega. Eins og stendur eru þetta bara jarðskjálftar á miklu dýpi. Það er mikil virkni í Hamrinum þó ekki séu þar stöðug eldgos eins og er, ástæðan er sú að Hamarinn er nærri því beint yfir miðju heita reitsins á Íslandi sem veldur eldgosum á þessu svæði.