Í gær (11-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina fannst ekki vegna þess hversu langt frá landi hún varð.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,4 samkvæmt EMSC. Hægt er að lesa til um þann jarðskjálfta hérna. Fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands kemur í veg fyrir að hægt er að vita hvenær þessi jarðskjálftavirkni hófst og hvenær henni lauk.
Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því virknitímabili sem er núna hafið á Reykjaneshrygg og mun vara í nokkrar aldir.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.
Eldgosið heldur áfram eins og hefur verið. Eldgos í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma. (Hérna er mín persónulega skoðun) Hvert eldgos sem er svona er í raun ekkert annað en stutt eldgos í eldstöðinni sem er þarna. Alveg eins og er í öðrum eldstöðvum en tíminn milli eldgosa er bara styttri þarna. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast svona.
Sprungur hafa myndast í gónhólnum sem er næst gígnum. Afhverju þetta er að gerast er ennþá óljóst. Það eru tveir möguleikar sem útskýra þetta. Fyrsti möguleikinn er að hérna sé um að ræða sprungur vegna spennu í jarðskorpunni vegna eldgossins. Annar möguleiki er að þarna sé komin fram þensla vegna þess að kvika er að fara að þrýsta sér þarna upp. Þetta sást fyrst í eldgosinu, þá kom fram sprungumyndum nokkrum dögum áður en eldgos hófst á því svæði.
Hraunflæði er núna í kringum 9m3/sec samkvæmt mælingum Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.
Þetta eldgos er mjög lítið og er miklu minna en eldgosið í Heklu árið 2000 sem var minnsta eldgos í skráðri sögu (samkvæmt fréttum). Á meðan eldgosið er svona lítið þá mun hraunið ekki fara langt og eingöngu renna stutt frá gígnum og hlaðast upp á svæðinu næst honum og á nærliggjandi svæðum.
Fólk heldur áfram að fara út á hraunið sem er stórhættulegt þar sem undir hraun skorpunni getur verið stórir hellar sem eru fullir af hrauni og það hraun er allt að 1100C gráðu heitt. Ef að þakið brotnar á svona helli og fólk fellur ofan í þá. Þá er engin leið til þess að bjarga viðkomandi þar sem það verður orðið of seint hvort sem er. Síðan getur hraun skorpan bara brotnað upp án viðvörunar og þá hleypur fljótandi hraun fram án nokkurar viðvörunnar og afleiðinganar af því mun valda alveg jafn miklum dauðsföllum.
Þetta er möglega röng tilkynning. Það kom í gærkvöldi (7-Ágúst-2021) tilkynning um að sést hefði í öskuský eða gufubólstra útaf ströndinni við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja.
Öskuský eða gufuský myndi benda til þess að eldgos væri hafið úti af ströndinni eða úti í sjó. Eldgos úti í sjó býr til miklu meiri óróa sem kemur miklu betur fram á SIL stöðvum sem eru næst slíkum atburði og samkvæmt fréttum af þessu þá hefur ekkert sést á nálægum SIL stöðvum ennþá varðandi óróann. Það hafa ekki verið neinir jarðskjálftar á því svæði þar sem þessi atburður átti að hafa átt sér stað.
Landhelgisgæslan hefur verið send á svæðið til þess að athuga málið, þar sem þeir voru nálægt hvort sem er. Veðrið á þessu svæði er með ágætum þessa stundina og því ætti ekki að vera mikill öldugangur á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að vera viss, þar sem öldur á Atlantshafinu geta komið frá svæðum þúsundum kílómetra frá Íslandi þar sem veður eru slæm.
Ef eitthvað nýtt kemur fram í fréttum. Þá mun ég annaðhvort uppfæra þessa grein eða skrifa nýja grein um stöðu mála.
Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu þann 7-Ágúst-2021 .
Síðustu vikur þá hefur ekki mikið verið hægt að skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þar sem lítið hefur breyst milli daga. Það breyttist í kvöld. Þar sem það virðist sem að eldgosið sé komið í nýjan fasa. Eldgosið er núna stöðugt, frekar en að gjósa í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma eins og hefur verið að gerast síðustu vikur. Ég veit ekki hvort að það á eftir að breytast en þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
Eldgosið í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.
Mest af hrauninu er að renna niður í Meradali þegar þessi grein er skrifuð. Eitthvað af hraun rennslinu á sér stað neðanjarðar og fer undir hraunið sem er í syðri-Meradölum sem eru fyrir ofan Nátthaga. Það sést á því að gas útstreymi hefur aukist mikið á þessu svæði og bendir það til þess að nýtt hraun sé farið að renna þarna undir. Hraunrennsli á yfirborði getur breyst án fyrirvara hvenær sem er.
Ferðamenn halda áfram að koma sér í mikla hættu með því að ganga út á hraunið. Ef það verður slys úti á hrauninu þá er ekki hægt að bjarga viðkomandi einstaklingi, þar sem það verður of seint hvort sem er.
Uppfærsla 7-Ágúst-2021 klukkan 13:52
Í dag (7-Ágúst-2021) klukkan 08:00 þá einfaldlega hætti eldgosið að gjósa eftir að hafa verið virkt í rúmlega tvo og hálfan dag. Afhverju þetta gerist er ennþá mjög óljóst. Eldgosið hætti mjög snögglega og féll óróinn mjög hratt í morgun. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 13:53 er eldgosið ennþá óvirkt.
Aðfaranótt og daginn 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni að stærð. Það getur þó breyst án viðvörunnar. Þegar þessi grein er skrifuð þá er möguleiki á því að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.
Aðfaranótt 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð. Enginn jarðskjálfti hefur fundist í Grímsey samkvæmt fréttum.
Á miðnætti þann 1-Ágúst-2021 hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægð þessar jarðskjálftahrinu frá landi er í kringum 220 km frá Reykjavík og 190 km frá Grindavík. Í þessari fjarlægð þá eru staðsetningar Veðurstofu Íslands ekki nákvæmar. Þessi jarðskjálftahrina er mjög líklega ennþá í gangi.
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Staðsetningar eru ekki nákvæmar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw5,2 samkvæmt EMSC. Stærðir hinna jarðskjálftana hafa verið frá Mw4,0 til Mw4,8. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessa jarðskjálftavirkni hérna á vefsíðu EMSC. Þessi slóð virkar þegar ég skrifa þessa grein, hversu lengi þessi slóð um virka veit ég ekki.
Fjarlægð þessara jarðskjálfta kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvort að hérna sé bara um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta eða hvort að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum. Hvernig þessir jarðskjálftar eru að koma fram bendir til þess að hugsanlega sé kvika að valda þeim en það er engin leið til þess að staðfesta það. Þó svo að þarna verði eldgos á þessum stað þá er dýpi sjávar slíkt að það mun engu breyta fyrir yfirborðið. Þar sem dýpi sjávar þarna er meira en 1 km en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið dýpi er þarna á þessu svæði.
Í dag (31-Júlí-2021) klukkan 12:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Kötlu í Mýrdalsjökli. Hrina lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum og jarðskjálftavirknin virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er oft sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu sem flækir aðeins möguleikana á því hvað er að gerast núna. Þar sem þessi sumar jarðskjálftavirkni skapar þær aðstæður að óljóst er hvað er í gangi núna í Kötlu þegar þessi grein er skrifuð. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu.
Í gær (29-Júlí-2021) urðu tveir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 klukkan 19:20 og 19:22. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 klukkan 19:28.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er bara hluti af eðlilegri sumar jarðskjálftavirkni eða hluti af stærri virkni í eldstöðinni. Ég er ekki að reikna með eldgosi þar sem jarðskjálftavirknin er of lítil. Það munu koma fram þúsundir jarðskjálfta áður en stórt eldgos verður í Kötlu. Þangað til að það gerist. Þá hef ég ekki áhyggjur af þessari jarðskjálftavirkni.
Ég hef ekkert að segja um það svæði þar sem jarðskjálfti með stærðina Mw8,2 átti sér stað þann 29-Júlí-2021 klukkan 06:15 íslenskum tíma. Þar sem ég þekki ekki svæðið og jarðfræði þess. Hérna eru myndir af því hvernig þessi jarðskjálfti mældist hjá mér á mínum jarðskjálftamæli á Íslandi.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, BandaríkjunumJarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.