Jarðskjálfti með stærðina 4,8 í Bárðarbungu

Síðastliðina nótt (28-Desember-2018) var kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 01:16 og var með stærðina 4,8. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 og varð klukkan 01:20. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,7 og varð klukkan 01:38. Síðasti jarðskjálftinn í þessari hrinu varð klukkan 01:46 og var með stærðina 2,8.


Jarðskjálfti í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og eldstöðin hefur verið að gerast síðan í Apríl eða Maí 2015. Það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem eru stærri en 4,5 sé að fjölga (það tekur nokkra mánuði í viðbót að sjá það örugglega). Þetta er annar eða þriðji jarðskjálftinn sem er stærri en 4,5 sem verður í Bárðarbungu árið 2018. Það mundi ekki koma mér á óvart ef að það færu að koma fram jarðskjálftar með stærðina 5,5 í Bárðarbungu á næstu mánuðum eða árum. Það eru engin merki um það að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli

Í gær (19-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Þegar þessi grein er skrifuð er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grindavík en það er næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Yfir 160 jarðskjálftar hafa mælst hingað til í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftahrina nærri Herðubreið

Í gær (18-Desember-2018) hófst jarðskjálftahrina nærri Herðubreið (Wikipedia). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,7. Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá er möguleiki á því að stærri jarðskjálftar verði á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan í nágrenni við Herðubreið (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Yfir 140 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá mun þessi tala breytast. Það eru engin merki um kvikuhreyfingar á nálægum jarðskjálftamælum í þessari jarðskjálftahrinu og því er hérna einugöngu um að ræða jarðskjálftahrinu sem kemur til vegna hreyfinga í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í morgun (17-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga eldstöðin heldur áfram að þenjast út og ekki hefur dregið úr þeirri þenslu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út þar sem ég er ekki með nýleg GPS gögn frá Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (8-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina varð í norðurhluta öskju Öræfajökuls eða rétt fyrir utan öskjuna.


jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru með stærðina 0,2 til 0,8. Þessi virkni er eðlileg fyrir Öræfajökul um þessar mundir.

Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu

Síðastliðna nótt (3-Desember-2018) varð jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu (enginn GVP síða, undir Grímsvötn). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.


Þórðarhyrna er suð-vestur af Grímsvötnum. Sést þar sem eru gulir jarðskjálftar merktir inn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 Desember og var til 12 Janúar 1904. Það eldgos var með stærðina VEI=4 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum.

Tvær jarðskjálftahrinur í Öræfajökli

Í dag (1-Desember-2018) voru tvær jarðskjálftahrinur í Öræfajökli.


Jarðskjálftahrinur í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessum jarðskjálftahrinum voru með stærðina 1,1 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Það sem er óvenjulegt núna er að það koma fram tvær jarðskjálftahrinur fram núna. Venjulega hefur bara orðið ein jarðskjálftahrina í Öræfajökli á síðustu mánuðum. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari breytingu ef þetta heldur svona áfram.

Jarðskjálftavirkni í Heklu (það er engin eldgosahætta af þessari virkni)

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Heklu. Þessi jarðskjálftavirkni er í suðurhluta eldstöðvarkerfi Heklu. Það er ekki augljóst hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni í Heklu.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi vegna þessar jarðskjálftavirkni. Það er ennfremur ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss. Áður en það verður eldgos mun koma fram meiri jarðskjálftavirkni í Heklu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga – Bláfjöllum

Í dag, 24-Nóvember-2018 hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nágrenni samkvæmt fréttum. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi.

Jarðskjálfti í Hamarinum

Í dag (23-Nóvember-2018) klukkan 21:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Hamrinum (enginn GVP prófill, er undir Bárðarbunga sem Loki-Fögrufjöll). Síðasta óstaðfesta eldgos var í Júlí 2011 og varði það í ~12 klukkutíma. Það olli jökulflóði en náði ekki að brjótast upp úr jöklinum. Þetta eldgos var eingöngu sýnilegt á óróamælum.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna til vinstri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari virkni sé á leiðinni, áður en eldgosið varð árið 2011, þá átti sér stað aukning í jarðskjálftum í Hamrinum. Sama virðist vera að gerast núna. Það varð ekki nein jarðskjálftavirkni í Hamarinum þegar eldgosið í Júlí 2011 átti sér stað. Það bendir til þess að kvika standi mjög grunnt í jarðskorpunni þarna og það þurfi ekki miklar þrýstibreytingar á kvikunni til þess að koma af stað eldgosi.