Hérna eru nýlegar upplýsingar um stöðuna á jarðskjálftahrinunni vestan við Kópasker á Tjörnesbrotabeltinu. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef eitthvað gerist.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Síðan á miðvikudaginn hefur ekki komið fram neinn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni 3,0. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 48 klukkutímana hafa náð stærðinni 2,9. Heildarfjöldi jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana er í kringum 567.
Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hefur hægt og rólega dregið úr þessari jarðskjálftahrinu síðan í gær. Það þýðir þó ekki að þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Ef að það verður jarðskjálfti með stærðina 4,0 eða stærri þá mun þessi jarðskjálftahrina aukast aftur.
Styrkir
Ef fólk getur þá getur það stutt mína vinnu hérna með styrkjum. Það hjálpar mér að borga hýsinguna og að kaupa í matinn og fleira. Hægt er að nota PayPal eða bankamillifærslu til þess að styrkja mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂