Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á því svæðinu næst jarðskjálftahrinunni vestan við Kópasker. Óvissustig er lægsta viðvörunarstig Almannavarna.

Síðan að jarðskjálftahrinan hófst á laugardaginn þá hafa komið fram um 1800 jarðskjálftar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana hafa verið með stærðina 3,8 og 3,0. Þessi tala gæti breyst á næstu klukkutímum þar sem jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur aukið líkunar á því að þarna verði jarðskjálfti sem er með stærðina 6,0 eða stærri. Þetta er mjög stór jarðskjálftahrina fyrir þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu.