Staðan á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) klukkan 13:47 þann 17-Febrúar-2018

Upplýsingar hérna munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Þegar þetta er skrifað hafa orðið 1615 jarðskjálftar austan Grímseyjar. Það er ekki ennþá orðið ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað þarna á Tjörnesbrotabeltinu. Það sem er ekki vitað er hvort að hérna sé um að ræða jarðskjálfta sem eiga uppruna sinn í flekahreyfingum eða kvikuhreyfingum.


Jarðskjálftahrinan austan Grímseyjar á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þetta er mjög þétt og mikil jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálfti frá miðnætti var með stærðina 3,7 en síðustu 48 klukkutíma hafa orðið 27 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 austan Grímseyjar. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem heitir Nafir (það er engar GVP upplýsingar) og það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos þarna síðustu 12.000 árin svo að ég viti til (ég gæti haft rangt fyrir mér). Það er óljóst á þessari stundu hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Það eru á þessari stundu engin augljós merki um kvikurhreyfingu á þessu svæði. Samkvæmt grein frá ÍSOR þá bendir jarðskjálftahrinan til þess að upptökin sé að finna í kvikuhreyfingum á þessu svæði. Ef að þarna eru kvikuhreyfingar á ferðinni þá er ekki ljóst hvort að það muni enda í eldgosi samkvæmt skoðun ÍSOR.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.

Staðan í jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 11:40

Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt.

Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 1002 jarðskjálftar austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukktímana. Flestir jarðskjálftanna eru litlir en mjög margir jarðskjálftar finnast engu að síður í Grímsey.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að enda þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana eru með stærðina 3,1 til 4,1. Það hafa orðið 12 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundirnar.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.

Uppfærsla klukkan 19:15

Fjöldi jarðskjálfta er núna 1302 og það er möguleiki að ég hafi farið línuvillt í morgun og því er talan um fjölda jarðskjálfta sem ég skrifaði í morgun líklega röng.

Grein uppfærð klukkan 19:15.

Aukin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Upplýsingar í þessari grein munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 28-Janúar-2018 á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram af fullum krafti (grein hérna). Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá má búast við því að þessar tölur verði úreltar mjög fljótlega. Jarðskjálftahrinan sem er núna í gangi hófst fyrir rúmlega 18 klukkutímum síðan og er ennþá í gangi af fullum krafti. Það hafa mælst yfir 500 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana en flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,0. Síðustu 48 klukkutímana þá hafa orðið þrír jarðskjálftar sem eru þrír að stærð eða stærri.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er mjög þétt á Tjörnesbrotabeltinu þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuvirkni á þessu svæði. Þarna er eldstöð sem hefur ekki gosið á sögulegum tíma (eldstöðin fyrir sunnan þessa eldstöð gaus árið 1867 Desember til 1868 Janúar) og er það eina þekkta eldgosið þar á sögulegum tíma (upplýsingar um þessa eldstöð má finna hérna). Skortur á gögnum gerir mjög erfitt að segja til um það hvort að þarna muni hefjast eldgos á þessu svæði og hvað þurfi að gerast til þess að eldgos hefjist. Staðan er núna er sú að þarna er eingöngu um að ræða jarðskorpuhreyfingar.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf krefur og staða mála breytist.

Lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rúma 6 km norð-austur af Selfossi

Í dag (13-Febrúar-2018) um klukkan 08:00 hófst jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) rétt rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið hingað til var með stærðina 2,8 og fannst á Selfossi og nágrenni.


Jarðskjálftahrinan á suðurlandsbrotabeltinu rúmlega 6 km norð-austur af Selfossi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast varð jarðskjálftahrina á þessu svæði þann 21-Október-2017 (grein um þá jarðskjálftahrinu er að finna hérna). Ekkert tjón hefur verið tilkynnt vegna þessar jarðskjálftahrinu og það á heldur ekki að búast við tjóni þarna í kjölfarið á svona litlum jarðskjálftum.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Reykjanesskaga

Í dag (12-Febrúar-2018) klukkan 01:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Reykjanesskaga. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í nærliggjandi þorpum og bæjum.


Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta komu fram nokkrir eftirskjálftar og var stærsti eftirskjálftinn með stærðina 1,6. Það er hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina og síðan er einnig hægt að styrkja mig beint með því leggja inná mig. Upplýsingar um bankareikninga er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (09-Febrúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í Öræfajökli síðan jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni árið 2017. Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,4 (grein hérna) og hefur það verið stærsti jarðskjálftinn hingað til. Þessi aukning í stærð jarðskjálfta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að fylgjast betur með því sem er að gerast í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur aðeins einn jarðskjálfti orðið eftir stóra jarðskjálftann og var sá jarðskjálfti með stærðina 1,7 (sjálfvirk niðurstaða). Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Öræfajökli á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Esjufjöllum

Ég skrifa bæði um Öræfajökul og Esjufjöll í þessari grein.

Öræfajökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli. Eins og áður þá eru flestir jarðskjálftar sem verða minni en 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirknin er að mestu leiti bundin við öskju Öræfajökuls en fer aðeins út fyrir öskjuna stundum. Míla hefur sett upp vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með Öræfajökli, hægt er að horfa á vefmyndavélina hérna.

Esjufjöll

Eftir langan tíma án nokkurar jarðskjálftavirkni þá hefur jarðskjálftavirkni hafist aftur í Esjufjöllum. Eins og í Öræfajökli þá verður ekki jarðskjálftavirkni þar án þess að kvika komi við sögu. Ég hef ekki neina almennilega þekkingu á Esjufjöllum vegna þess að þar hafa ekki orðið nein skráð eldgos síðustu 12.000 árin. Það er hugsanlegt að það hafi orðið smá eldgos í Esjufjöllum árið 1927 sem varði í fjóra daga en sá atburður er illa skrásettur og hef ég því ekki neinar nothæfar upplýsingar um þann atburð. Ef að eldgos verður í Esjufjöllum þá mundi jökulflóðið koma niður í jökulsárslón. Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu ennþá í gangi

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 28-Janúar-2018 á Tjörnesbrotabeltinu hefur haldið áfram síðustu daga og á sunnudeginum 4-Febrúar-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja hversu lengi þessi jarðskjálftahrina muni vara á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan gæti varað í nokkra daga og upp í nokkrar vikur í viðbót.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Öræfajökli undanfarið og er viðvörunarstig Öræfajökuls ennþá gult eins og sjá má hérna [vefsíðan er hérna]. Eins og áður þá eru langflestir jarðskjálftar sem eiga sér stað mjög smáir að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (appelsínugulu doppuanar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er núna munstur á þessari jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það munstur kemur fram á SIL stöðvum rétt áður en og þegar jarðskjálftavirkni er skráð í Öræfajökli. Það er möguleiki að þessi breyting á óróanum séu jarðskjálftar að eiga sér stað í Öræfajökli. Ég er ekki ennþá viss um hvað er að valda þessu. Aðrar útskýringar á þessu eru mögulegar.


Toppanir sjást við 01/02 línuna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá afhverju þetta gerist og hvað er í gangi þegar þetta kemur fram og afhverju þetta kemur fram.

Slæmt veður kemur núna í veg fyrir jarðskjálftamælingar á litlum jarðskjálftum á Íslandi. Þar sem það er spáð slæmu veðri fram á Sunnudag þá má reikna með áframhaldandi truflunum á jarðskjálftamælinum vegna veðurs.

Flutningur til Íslands

Mér hefur tekist að koma því þannig fyrir að ég mun flytja til Íslands í Júlí frekar en Október. Það gefur mér tækifæri til þess að vinna í sumar og haust (við að slá gras og í sláturhúsi). Það að flytja í Júlí lækkar einnig skattareikinginn hjá mér í Danmörku fyrir árið 2018 þar sem ég er eingöngu skattskyldur í Danmörku fram til þess dags að ég flyt lögheimilið til Íslands. Ég hef bara ekki efni á því að lifa í Danmörku og það er ekkert við því að gera.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (31-Janúar-2018) varð áframhald á jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey. Það urðu meira en 100 jarðskjálftar í aðal jarðskjálftahrinunni en enginn þeirra náði stærðinni 3,0. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 2,6 (klukkan 03:46). Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,2 (klukkan 20:20) á svæðinu þar sem jarðskjálftahrinan sem varð þann 28-Janúar-2018 átti sér stað. Það er líklegt að þessi jarðskjálfti tengist ekki jarðskjálftahrinunni suður af honum.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að hugsanlega sé möguleiki á stærri jarðskjálfta á þessu svæði á næstu mánuðum. Jarðskjálftar sem eru stærri en Mw5,0 verða reglulega á þessu svæði. Síðasti átti sér stað þann 2-Apríl-2013. Ég skrifaði um þann jarðskjálfta hérna og hérna (með myndum). Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti muni eiga sér stað.

Flutningur til Íslands

Vegna peningavandræða sem ég er alltaf í Danmörku vegna danska skattsins. Þá hef ég ákveðið að flytja aftur til Íslands í Október-2018. Ég ætla að fara aftur í skóla frá Janúar-2019 á meðan ég bíð eftir íbúð á Hvammstanga en ég vona að biðin verði ekkert rosalega löng hjá mér. Þeir sem vilja styrkja mig geta fundið upplýsingar um hvernig er hægt að gera það hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Árið 2017 var mjög slæmt hjá mér peningalega en þá lét ég taka danska skattinn af mér á Íslandi og núna læt ég taka upphæðina í Danmörku þar sem það breytir engu hvar upphæðin er tekin sem ég þarf að borga í skatt í Danmörku. Þar sem ég nenni ekki að standa í endalausu peningaleysi þá hef ég ákveðið að flytja aftur til Íslands. Þetta ástand hjá mér kemur til vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi Íslands og Danmerkur. Ég ætla frekar að taka upp hlutfallslega búsetur erlendis eftir nokkur ár og þá mjög líklega í Þýskalandi.

Grein uppfærð klukkan 03:59. Bætti við texta sem datt út fyrir mistök.