Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.

Stutt jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Júní-2018) og í gær (28-Júní-2018) varð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,2 eða 4,1 (ég er ekki viss um stærðina). Ég veit ekki hvaða stærð er rétt þar sem útslagið á mælinum mínum í Dellukoti var stærra en það sem ég býst við að sjá við jarðskjálfta sem er 3,2 í þessari fjarlægð frá Dellukoti. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ennþá niðri vegna bilunar í tölvu (sem ég get ekki lagað).


Grænu stjörnurnar sýna jarðskjálftana á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að jarðskjálftavirkni þarna mun halda áfram eða hvernig þetta mun þróast. Þessa stundina virðist engin jarðskjálftavirkni vera í gangi á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi mælast ekki minni jarðskjálftar á þessu svæði.

Jarðskjálfti ekki langt frá Siglufirði

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð ekki langt frá Siglufirði núna í kvöld. Á þessari stundu er þetta eini jarðskjálftinn sem hefur komið fram á því svæði þar sem jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftinn sem varð ekki langt frá Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hinsvegar er möguleiki á að ekkert frekar gerist á þessu svæði.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-Maí-2018) klukkan 15:56 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Nokkrum mínútum síðan klukkan 16:00 varð jarðskjálfti með stærðina 4,0. Jarðskjálfti með stærðina 1,9 varð klukkan 16:01 en síðan þá hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning þessar jarðskjálftahrinu er á hefðbundum stað í Bárðarbungu þar sem hafa komið fram jarðskjálftahrinu undanfarna mánuði. Þessa stundina er mjög slæmt veður á þessu svæði en ekkert bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er útþensla Bárðarbungu eftir eldgosið 2014-Ágúst til Febrúar-2015.

Ný jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í nótt (10-Maí-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina var ekki stór eins og gerist almennt með jarðskjálftahrinur í Öræfajökli um þessar mundir. Minna en tugur jarðskjálfta átti sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Þessa stundina er engin jarðskjálftavirkni að eiga sér stað í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 1,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4 en allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Þessa stundina þá virðist sem að svona jarðskjálftahrinur séu hefðbundinn hluti af virkni Öræfajökuls. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða spá fyrir um hvenær það breytist.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í dag (24-Mars-2018) klukkan 16:32 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Undanfarnar vikur hefur verið mikið um litla jarðskjálfta í Öræfajökli og hefur sú jarðskjálftavirkni verið nær stöðug síðustu vikunar.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þessa stundina hvort að einhver breyting sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Það hefur orðið örlítil aukning í jarðskjálftum sem eru stærri en 1,5 síðustu daga. Í heildina þá hefur ekki orðið mikil breyting í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin hefur hinsvegar verið stöðug með smáskjálftum undanfarnar vikur og það er spurning hvort að það boði vandræði í nálægri framtíð.

Jarðskjálftinn með stærðina 3,0 fannst í Öræfasveit samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (09-Febrúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í Öræfajökli síðan jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni árið 2017. Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,4 (grein hérna) og hefur það verið stærsti jarðskjálftinn hingað til. Þessi aukning í stærð jarðskjálfta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að fylgjast betur með því sem er að gerast í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur aðeins einn jarðskjálfti orðið eftir stóra jarðskjálftann og var sá jarðskjálfti með stærðina 1,7 (sjálfvirk niðurstaða). Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Öræfajökli á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Esjufjöllum

Ég skrifa bæði um Öræfajökul og Esjufjöll í þessari grein.

Öræfajökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli. Eins og áður þá eru flestir jarðskjálftar sem verða minni en 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirknin er að mestu leiti bundin við öskju Öræfajökuls en fer aðeins út fyrir öskjuna stundum. Míla hefur sett upp vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með Öræfajökli, hægt er að horfa á vefmyndavélina hérna.

Esjufjöll

Eftir langan tíma án nokkurar jarðskjálftavirkni þá hefur jarðskjálftavirkni hafist aftur í Esjufjöllum. Eins og í Öræfajökli þá verður ekki jarðskjálftavirkni þar án þess að kvika komi við sögu. Ég hef ekki neina almennilega þekkingu á Esjufjöllum vegna þess að þar hafa ekki orðið nein skráð eldgos síðustu 12.000 árin. Það er hugsanlegt að það hafi orðið smá eldgos í Esjufjöllum árið 1927 sem varði í fjóra daga en sá atburður er illa skrásettur og hef ég því ekki neinar nothæfar upplýsingar um þann atburð. Ef að eldgos verður í Esjufjöllum þá mundi jökulflóðið koma niður í jökulsárslón. Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu ennþá í gangi

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 28-Janúar-2018 á Tjörnesbrotabeltinu hefur haldið áfram síðustu daga og á sunnudeginum 4-Febrúar-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja hversu lengi þessi jarðskjálftahrina muni vara á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan gæti varað í nokkra daga og upp í nokkrar vikur í viðbót.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika-03, 2018)

Í dag (15-Janúar-2018) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er orðin mjög reglulegur atburður og hefur verið það um lengri tíma núna. Jarðskjálftarnir í dag voru með stærðina 3,5 (klukkan 09:39) og síðan 3,3 (klukkan 09:47). Staðsetningin bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta í Bárðarbungu á næstu dögum í norður-austur hluta öskju Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar-2015 í Holuhrauni. Það er alveg ljóst að Bárðarbunga er að undirbúa eldgos en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað.