Jarðskjálftahrina suður af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan á Laugardag (10-Nóvember-2018) og þangað til í dag (11-Nóvember-2018) þá hefur verið jarðskjálftahrina sunnan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar hingað til. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálftahrina hafi fundist í byggð.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi, jafnvel þó svo að slakað hafi á þessari jarðskjálftahrinu á síðustu klukkutímum. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu klukkutíma eða daga.

Jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá (Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 21:10 hófst jarðskjálftahrina norður af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina 3,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð hingað til. Það gæti breytst á nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabelinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina og er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins um að jarðskjálftar séu rangt staðsettir á sjálfvirku jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.

Þar sem jarðskjálftamælirinn minn í Böðvarshólum er niðri vegna bilaðrar tölvu og ég hef ekki efni á að kaupa Raspberry Shake jarðskjálftamæli (veðurþolin) þá er eingöngu hægt að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum í Dellukoti.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá

Í kvöld klukkan 22:44 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 rúmlega 6 km norður af Gjögurtá í Tjörnesbrotabeltinu. Í kjölfarið á þessum skjálfta hafa síðan komið fram minni jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin norður af Gjögurtá núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði. Þarna eru engar eldstöðvar og þarna hafa ekki orðið nein eldgos svo vitað sé til.

Jarðskjálfti ekki langt frá Siglufirði

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð ekki langt frá Siglufirði núna í kvöld. Á þessari stundu er þetta eini jarðskjálftinn sem hefur komið fram á því svæði þar sem jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftinn sem varð ekki langt frá Siglufirði (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að þarna verði frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hinsvegar er möguleiki á að ekkert frekar gerist á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey í gær

Í gær (05-Apríl-2018) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,0 (klukkan 18:12) og seinni jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 18:14). Það eru góðar líkur á því að báðir jarðskjálftar hafi fundist í Grímsey án þess að það hafi verið tilkynnt.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar komu í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum en síðan dró úr virkninni og það hefur verið rólegt á svæðinu síðan þeirri virkni lauk.

Jarðskjálftahrina 43 km vestur af Grímsey

Í gær (31-Mars-2018) klukkan 09:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 rúmlega 43 km vestur af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi þá er ólíklegt að fólk hafi orðið vart við þennan jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jarðskjálftahrina að fara af stað rétt norðan við Gjögurtá (rauðir punktar á myndinni hérna fyrir ofan). Hingað til hefur það ekki komið af stað neinum stórum jarðskjálftum á því svæði og það er óljóst hvort að það muni gerast.

Minniháttar jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu nótt voru tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Fyrri jarðskjálftahrinan var 19,9 km norð-austur af Siglufirði og var stærsti jarðskjálftinn þar 3,1.


Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn er með græna stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hin jarðskjálftahrinan varð norð-austur af Grímsey og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þar voru minni að stærð. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina sem varð norð-austur af Grímsey.

Jarðskjálftahrina vestan við Kópasker

Í morgun (22-Febrúar-2018) klukkan 07:34 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 vestan við Kópasker. Þessi jarðskjálfti fannst þar og allt að 90 km fjarlægð frá upptökunum.


Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt Veðurstofunni komu fram tveir forskjálftar fram áður en aðal jarðskjálftinn varð. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálftahrina boðar frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.

Staðan í eldstöðinni Nafir (TFZ) klukkan 18:17 þann 20-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu líklega verða úreltar mjög fljótlega.

Síðan í gær (19-Febrúar-2018) hefur dregið umtalsvert úr jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Nafir austan við Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu. Það hefur aðeins einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 orðið síðan á miðnætti. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en eingöngu litlir jarðskjálftar eiga sér eingöngu stað núna og það hafa ekki orðið margir jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 síðan á miðnætti.


Núverandi jarðskjálftavirkni austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ekki mjög mikil eða þétt þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna slæms veðurs á næstu dögum má reikna með því að litlir jarðskjálftar muni ekki mælast almennilega á Tjörnesbrotabeltinu á meðan stormurinn gengur yfir og einnig á öðrum svæðum á Íslandi.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein.

Staðan í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey klukkan 22:35

Upplýsingar í þessari grein munu úreltast á skömmum tíma.

Hérna eru nýjustu stærðartölur um stærstu jarðskjálftana sem urðu í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og USGS.

Jarðskjálfti klukkan 05:34 var með stærðina 4,9. USGS segir stærðina mb4,8.
Jarðskjálfti klukkan 05:38 var með stærðina 5,2. USGS segir stærðina mb5,0.
Jarðskjálfti klukkan 06:32 var með stærðina 4,0. USGS segir stærðina mb4,5.

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 68 jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey. Það hafa orðið samtals 1488 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ennþá frekar þétt í eldstöðinni Nafir, austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem veðurspáin næstu daga er mjög slæm fyrir Ísland þá mun það koma í veg fyrir að smáir jarðskjálftar muni mælast á svæðinu. Stærri jarðskjálftar ættu almennt að ná yfir rok hávaðann (vonandi) og mælast almennilega. Stærstu jarðskjálftarnir munu mælast á jarðskjálftamælanetum utan Íslands þar sem slæmt veður er ekki vandamál.

Næsta grein um stöðu mála er á morgun. Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er.