Í gær (05-Apríl-2018) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,0 (klukkan 18:12) og seinni jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 18:14). Það eru góðar líkur á því að báðir jarðskjálftar hafi fundist í Grímsey án þess að það hafi verið tilkynnt.
Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Nokkrir minni jarðskjálftar komu í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum en síðan dró úr virkninni og það hefur verið rólegt á svæðinu síðan þeirri virkni lauk.