Staðan í eldstöðinni Nafir (TFZ) klukkan 18:17 þann 20-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu líklega verða úreltar mjög fljótlega.

Síðan í gær (19-Febrúar-2018) hefur dregið umtalsvert úr jarðskjálftavirkninni í eldstöðinni Nafir austan við Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu. Það hefur aðeins einn jarðskjálfti með stærðina 3,0 orðið síðan á miðnætti. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en eingöngu litlir jarðskjálftar eiga sér eingöngu stað núna og það hafa ekki orðið margir jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 síðan á miðnætti.


Núverandi jarðskjálftavirkni austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ekki mjög mikil eða þétt þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna slæms veðurs á næstu dögum má reikna með því að litlir jarðskjálftar muni ekki mælast almennilega á Tjörnesbrotabeltinu á meðan stormurinn gengur yfir og einnig á öðrum svæðum á Íslandi.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein.