Staðan í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey klukkan 22:35

Upplýsingar í þessari grein munu úreltast á skömmum tíma.

Hérna eru nýjustu stærðartölur um stærstu jarðskjálftana sem urðu í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og USGS.

Jarðskjálfti klukkan 05:34 var með stærðina 4,9. USGS segir stærðina mb4,8.
Jarðskjálfti klukkan 05:38 var með stærðina 5,2. USGS segir stærðina mb5,0.
Jarðskjálfti klukkan 06:32 var með stærðina 4,0. USGS segir stærðina mb4,5.

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 68 jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa orðið í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey. Það hafa orðið samtals 1488 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana.


Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er ennþá frekar þétt í eldstöðinni Nafir, austan Grímseyjar (Tjörnesbrotabeltið). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem veðurspáin næstu daga er mjög slæm fyrir Ísland þá mun það koma í veg fyrir að smáir jarðskjálftar muni mælast á svæðinu. Stærri jarðskjálftar ættu almennt að ná yfir rok hávaðann (vonandi) og mælast almennilega. Stærstu jarðskjálftarnir munu mælast á jarðskjálftamælanetum utan Íslands þar sem slæmt veður er ekki vandamál.

Næsta grein um stöðu mála er á morgun. Ef eitthvað stórt gerist þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er.