Upplýsingar í þessari grein munu úreldast mjög hratt.
Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Grímsey og nágrenni vegna þessar jarðskjálftahrinu austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem mældist var með stærðina 5,2 og var annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,5 þessa stundina. Miðað við hvernig þessir jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum þá er líklegt að jarðskjálftinn sem er með stærðina 4,5 sé nærri því að vera 5,0 að stærð en það tekur tíma að fara nákvæmlega yfir jarðskjálftagögnin þegar svona jarðskjálftahrina á sér stað. Stærsti jarðskjálftinn fannst á stóru svæði í kringum Grímsey og á Akureyri.
Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftahrinan sé að fara að enda. Það er óljóst á þessari stundu hvort að þetta sé undanfari að eldgosi á þessari stundu. Á þessari stundu er ekki eldgos á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er mjög þétt á svæði austan við Grímsey. Vegna þess hversu stór þessi jarðskjálftahrina er þá ræður SIL mælanetið ekki almennilega við að staðsetja alla jarðskjálftana sjálfvirkt.