Jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu í síðastliðna nótt

Síðastliðna nótt (aðfaranótt 18-Nóvember-2017) klukkan 01:01 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálfti með stærðina 2,2 varð klukkan 00:30 og er það forskjálfti að síðari jarðskjálftanum. Það komu eingöngu fram tveir jarðskjálftar og eingöngu síðari jarðskjálftinn fannst á Siglufirði.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðastliðna nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ekki hafa komið fram frekari jarðskjálftar á þessu svæði síðan síðustu nótt.

Stakur jarðskjálfti með stærðina 3,7 í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins

Í gær (13-Nóvember-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Þetta var stakur jarðskjálfti og kom hvorki forskjálfti eða eftirskjálfti í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,7 varð þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti fannst á Siglurfirði, Ólafsvík og síðan kom ein tilkynning frá Hofsósi um að jarðskjálftinn hafi fundist þar.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) nærri Kópaskeri

Í dag (08-Nóvember-2017) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu nærri Kópaskeri. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2 (forskjálfti).


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu en græna stjarnan sýnir staðsetningu virkinninnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að jarðskjálftahrinunni sé lokið í bili en þarna hefur verið jarðskjálftavirkni á undanförnum mánuðum með hléum. Það eru góðarlíkur á því að það virknimunstur muni halda áfram á næstu vikum.

Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu snemma í morgun (18-Október-2017)

Í dag (18-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,8 – 3,9 í Grímsey klukkan 06:00 í morgun og hefur líklega vakið eitthvað af því fólki sem býr í Grímsey af værum svefni. Klukkan 05:01 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,9 í Grímsey og síðustu 48 klukkustundirnar hafa orðið 105 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Það virðist sem að stærsti jarðskjálftinn hafi verið frekar norðarlega í Grímsey á svæði þar sem enginn býr. Engu að síður varð þessi jarðskjálfti mjög nærri byggð.


jarðskjálftavirknin í Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Tjörnesbrotabeltinu þann 05-Október-2017 og skrifaði ég um þá virkni hérna. Síðan þá hefur þessi jarðskjálftavirkni verið stöðugt í gangi þó aðeins hafi dregið úr fjölda jarðskjálfta um tíma. Jarðskjálftinn í morgun endurvirkjaði þessa jarðskjálftahrinu og fjöldi jarðskjálfta jókst umtalsvert í kjölfarið. Síðan um klukkan 19:00 hefur aðeins dregið aftur úr jarðskjálftavirkninni en þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi í Grímsey þegar þessi grein er skrifuð. Hugsanlegt er að þarna verði fleiri sterkir jarðskjálftar.

Áframhald á jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan 05-Október-2017 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið svo til beint undir Grímsey. Yfir 120 jarðskjálftar hafa orðið í þessari hrinu á þessari stundu. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,9 (05-Október) og síðan 3,5 (06-Október) og síðan 3,0 (06-Október). Það eru góðar líkur á því að síðasta klukkutímann hafi orðið jarðskjálfti sem er nærri því með stærðina 3,0 eða verður á næstu klukkutímum.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðan 05-Október-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist af íbúum Grímseyjar og jarðskjálftinn aðfaranótt föstudag vakti íbúa Grímseyjar upp af svefni sá jarðskjálfti var með stærðina 3,5. Engar skemmdir hafa ennþá orðið vegna þessar jarðskjálftahrinu í Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er staðsett rúmlega 1 til 3 kílómetra frá byggðinni í Grímsey. Stærri jarðskjálftar sem eru 3,0 eða stærri á Tjörnesbrotabeltinu munu koma fram jarðskjálftamælum sem ég er með og er hægt að skoða hérna. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er sá jarðskjálftamælir sem nær jarðskjálftum á norðurlandi best.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (austan við Grímsey)

Í gær (01-Október-2017) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kringum 55 jarðskjálftar urðu í þessari jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu. Á þessu svæði Tjörnesbrotabeltisins er mjög mikil virkni og verða þarna oft jarðskjálftahrinur á hverju ári.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey

Í gær (09-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu og varð þessi jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þetta var ágætlega stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta en enginn sérstaklega stór jarðskjálfti kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,2 og 2,1. Aðrir jarðskjálftar sem urðu eru minni að stærð og ég held að í kringum 40 jarðskjálftar hafi átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftahrinu sé lokið en á þessu svæði Tjörnesbrotabeltins hefur verið aukin jarðskjálftavirkni undanfarnar vikur. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda svona áfram eða ekki.

Jarðskjálftavirknin austur af Flatey er ennþá í gangi og er núna að komast í fimmtu eða sjöttu viku núna. Ekkert bendir til þess að það sé farið að draga úr þessari jarðskjálftahrinu ennþá.

Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Undanfarin mánuð hefur verið jarðskjálftahrina rétt utan við Flatey á Skjálfanda. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er mjög stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða stærð þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Stærstu jarðskjálftarnir undanfarin mánuð hafa náð stærðinni 2,5 til 3,0 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina boðar líklega ekki neina sérstaka atburði en það er alltaf hætta á því að eitthvað gefi sig og jarðskjálfti sem finnist verði á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa einnig orðið aðrar jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu undanfarið en þær eru einnig ekki stórar. Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað nærri Flatey á Skjálfanda held ég. Tjörnesbrotabeltið er eitt af virkari jarðskjálftasvæðum á Íslandi og verða þar hundruðir jarðskjálftar á hverju ári. Það eina sem er undarlegt er þessi þráðláta jarðskjálftavirkni nærri Flatey á Skjálfanda. Hinsvegar er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona jarðskjálftahrinur verða á Tjörnesbrotabeltinu og venjulega þá endast þær eingöngu í nokkrar vikur og hætta síðan án þess að nokkuð merkilegt gerist.

Jarðskjálftahrina undir Grímsey

Í gær (25.01.2017) varð jarðskjálftahrina beint undir Grímsey. Það gerist ekki oft að jarðskjálftahrinur verði beint undir Grímsey, þrátt fyrir talsverða virkni á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er að nálgast það að verða miðlungs hrina (minn eigin mælieining), það hafa orðið 36 jarðskjálftar þegar þetta er skrifað. Einhverjir jarðskjálftar hljóta að hafa fundist í Grímsey, þó svo að það hafi ekki verið tilkynnt svo að ég viti til. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið eru ekki nægjanlega stórir til þess að valda tjóni, það getur hinsvegar glamrað í glösum og diskum í skápum.


Jarðskjálftahrinan undir Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð hingað til. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkninni þessa stundina.

Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu tvo daga þá hafa verið tvær jarðskjálftahrinur í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu á næstu dögum og vikum, þar sem tiltölulega rólegt var á Tjörnesbrotabeltinu allt árið 2016.