Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Undanfarin mánuð hefur verið jarðskjálftahrina rétt utan við Flatey á Skjálfanda. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er mjög stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða stærð þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Stærstu jarðskjálftarnir undanfarin mánuð hafa náð stærðinni 2,5 til 3,0 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina boðar líklega ekki neina sérstaka atburði en það er alltaf hætta á því að eitthvað gefi sig og jarðskjálfti sem finnist verði á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa einnig orðið aðrar jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu undanfarið en þær eru einnig ekki stórar. Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað nærri Flatey á Skjálfanda held ég. Tjörnesbrotabeltið er eitt af virkari jarðskjálftasvæðum á Íslandi og verða þar hundruðir jarðskjálftar á hverju ári. Það eina sem er undarlegt er þessi þráðláta jarðskjálftavirkni nærri Flatey á Skjálfanda. Hinsvegar er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona jarðskjálftahrinur verða á Tjörnesbrotabeltinu og venjulega þá endast þær eingöngu í nokkrar vikur og hætta síðan án þess að nokkuð merkilegt gerist.