Jarðskjálftahrina á Suðurlandsbrotabeltinu

Í dag, þann 6-Maí-2017 klukkan 12:08:58 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 – 4,5 á suðurlandsbrotabeltinu, nærri Árnesi, nokkru vestan við Heklu. Jarðskjálftinn fannst víða á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni. Annar jarðskjálfti varð einni mínútu seinna og var sá jarðskjálfti með stærðina 3,3. Jarðskjálftinn varð á svæði sem líklega olli stórum jarðskjálfta á árunum 1623 eða 1624 (sjá hérna á ensku). Jarðskjálftinn sem varð í dag er ekki nægjanlega stór til þess að vera flokkaður sem suðurlandsskjálfti en eingöngu jarðskjálftar sem eru stærri en 5,5 fá þann titil. Engu að síður er þetta mesta jarðskjálftavirkni á suðurlandsbrotabeltinu í langan tíma.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandsbrotabeltinu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálfta með stærðina 4,4 til 4,5 og jarðskjálftans með stærðina 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 til 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 til 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Útslagið er meira en það sem jarðskjálftamælurinn ræður við. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Útslagið er meira en það sem jarðskjálftamælirinn ræður við. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Það er vona á eftirskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana og jafnvel næstu daga. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þarna verði stór jarðskjálfti í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er alltaf möguleiki en það er engin leið til þess að vita það fyrirfram.

4 Replies to “Jarðskjálftahrina á Suðurlandsbrotabeltinu”

    1. Þetta eru allt saman hefðbundnir jarðskjálftar eins og stendur. Það hefur aðeins verið um djúpa jarðskjálfta í Bárðarbungu og það bendir til þess að kvika sé að streyma inn af miklu dýpi og ég er ekki viss um að það séu góðar fréttir.

      Síðan er einn blettur suð-austan af Bárðarbungu sem bendir til að kvikuinnskot sér þar á ferðinni, jarðskjálftarnir raða sér þannig upp að það sést mjög vel að um kvikuinnskot sé að ræða.

  1. Hvaða skýring er á þessari að mér finns miklu spennulosun um landið frá suðri og norður um undanfarið ? Svo er hreifing við og undir Öræfajökli.

    1. Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi. Það var reyndar eitthvað um ísskjálfta í Vatnajökli síðustu daga vegna hitans sem hefur verið undanfarið.

Lokað er fyrir athugasemdir.