Auglýsingalaus vefsíða

Ég hef ákveðið að gera þessa vefsíðu alveg lausa við auglýsingar. Ástæðan er sú að auglýsingar færa mér mjög litlar tekjur í raun og ætla ég frekar að treysta á það að fólk styrki mig frekar um einhverjar upphæðir í staðinn fyrir auglýsingalausan vef. Ég hef nú þegar tekið út auglýsingar hérna en það mun taka nokkra daga í viðbót að fjarlægja auglýsingar af jarðskjálftamæla vefsíðunni minni sem er hægt að finna hérna.

Nánari útskýring á því afhverju ég er hættur með allar auglýsingar er að finna hérna. Á ensku vefsíðunni um jarðfræði Íslands.

Uppfært: Því miður gekk það ekki upp hjá mér að vera auglýsingalaus. Eins og ég hef útskýrt hérna.

Bloggfærsla uppfærð þann 7-Janúar-2014 klukkan 01:30 UTC.
Bloggfærsla uppfærð þann 19-Mars-2014 klukkan 22:13 UTC.

Lokun á athugasemdakerfisins

Ég hef ákveðið að fylgja í fótspor Popular Science og lokað á allar athugasemdir á þessu bloggi. Ástæðan hjá mér er ekki mikið af tröllum eins og Popular Science var í vandræðum með. Heldur vegna þess að svo til allar athugasemdir sem ég fæ inn koma frá spam rótbótum sem hafa verið að plaga athugasemdakerfið hjá mér undanfarið og það ástand fer ekkert batnandi þrátt fyrir að ég hafi sett upp auknar varnir gegn rusl-athugasemdum.

Á meðan almenna reglan verður að lokað verður á athugasemdir hjá mér, þá mun ég opna fyrir þær ef svo ber undir og mér finnst þurfa umræðu um eldgos eða jarðskjálftaatburði. Það er mjög lítið um athugasemdir á þessu bloggi þannig að ég veit ekki hversu virkt þetta mun verða hjá mér. Þó mun ég hafa opið fyrir athugasemdir þegar stærri atburðir eiga sér stað á Íslandi.

Nánar um lokun Popular Science um lokun þeirra á athugasemdum.

Why We’re Shutting Off Our Comments (popsci.com)
Popular Science blames ‘trolls’ for comments shut-off (BBC News)
Popular Science ends reader comments, says practice is bad for science (Yahoo! News)

Fyrir þá sem vilja setja inn athugasemdir. Þá er ég með Facebook síðu fyrir þetta blogg hérna og hana er hægt að nota til þess að koma athugasemdum á framfæri.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 22:27 UTC þann 27-September-2013.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt klukkan 04:40 hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er á svipuðum slóðum og jarðskjálftahrinan sem átti sér stað þann 11-Ágúst-2013. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist eldvirkni á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu er með stærðina 3,0 og hafa aðrir jarðskjálftar verið minni.

130813_1315
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram. Ég reikna með að jarðskjálftahrinan muni halda áfram næstu klukkutíma til daga, þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það, þar sem jarðskjálftahrinur eru óútreiknanlegar. Stærstu mögulegu jarðskjálftar sem geta orðið á þessu svæði geta náð stærðinni 5,5. Jarðskorpan á þessu svæði ber ekki spennu fyrir stærri jarðskjálfta, hvort að slíkur jarðskjálfti muni eiga sér stað þarna núna er ómögurlegt að segja til um. Það er þó alltaf möguleiki ef næg spenna er til staðar á svæðinu.

Þörf á styrkjum fyrir Ágúst

Það er mjög erfitt að vera öryrki á Íslandi, það er ennþá erfiðara að vera öryrki frá Íslandi og búa í Danmörku. Þar sem örorkubætur eru mjög lágar á Íslandi og mjög erfitt, ef ekki ómögurlegt er að lifa af þeim yfir mánuðinn. Ég vona hinsvegar að smásaga sem ég er búinn að skrifa muni laga fjárhaginn hjá mér eftir nokkra mánuði, hvort að það gerist veltur á sölunni af sögunni og það mun taka mig allt að 60 daga að fá greitt fyrir söguna eftir að útgreiðslulágmarkinu er náð ($100). Nánari upplýsingar um útgáfu mína á smásögum og bókum verður að finna hérna.

Styrkir hjálpa mér að reka þetta blogg og tengd vefsvæði, sérstaklega þar sem ég þarf að getað keypt mat til þess að vera fær um að skrifa á þessa vefsíðu og allt þetta hefðbundna sem fólk gerir. Til þess að geta lifað af þessari vefsíðu þá þarf ég 3 milljónir flettinga á mánuði, eins og er útskýrt í grein á Cracked hérna. Eins og stendur er umferð um þessa vefsíðu mjög lítil, eða í kringum 0 til 100 flettingar á dag. Umferðin um ensku vefsíðunar er talsvert meiri, eða frá 300 til 1200 flettingar á dag. Því miður er þetta ekki nægjanlegt fyrir mig til þess að lifa af. Ég verð einnig að hafa þann háttin á að auglýsingar fyrir íslensku vefsíðunar geta eingöngu verið frá Amazon, þar sem Google Adsense styður ekki íslensku og íslenska tungumála umhverfið. Amazon auglýsingar virka þannig að ég fæ 5 til 10% af því sem keypt er frá Amazon, ég fæ lítið sem ekkert bara fyrir að birta auglýsingar frá Amzon á vefsíðunni hjá mér eins og er. Hvort að það mun breytast í framtíðinni hef ég ekki hugmynd um, en ég vona það.

Ég er þessa stundina einnig að leggja grunn að nýjum vefsíðum sem varðandi eldfjöll, eldvirkni, eldgos og jarðskjálfta. Hvenar þau verða tilbúin veit ég ekki ennþá, en það styttist í að þau fari í staðbundna prufu hjá mér á næstunni. Hvenar það verður nákvæmlega veit ég ekki ennþá. Ég mun nota MediaWiki í það verkefni.

Ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja mig, það stendur þeim til boða sem styrkja mig að fá ebók eftir mig. Hinsvegar verður fólk þá að láta mig vita af slíkum óskum með tölvupósti, svo að ég geti sent þeim þá ebók sem verður í boði (sem stendur, það sem ég er búinn að skrifa í dag). Ég skrifa einnig um jarðskjálfta og eldvirkni í Evrópu á vefsíðu sem er að finna hérna.

Facebook síða þessa bloggs

Ég er búinn að setja upp Facebook síðu þessa bloggs, og hægt er að nálgast hana hérna. Ég mun setja inn tilkynningar um nýjar færslur þarna, og þetta mun gera fólki fært að fylgjast með nýjum bloggfærslum án þess að þurfa bæta mér við á Facebook.

Jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul

Í dag klukkan 17:24 varð jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul. Þessi jarðskjálfti er líklega brotaskjálfti sem þarna eiga sér oft stað. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna eigi sér stað jarðskjálftar sem eru undanfari eldgos. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og hefur eitthvað dregið úr hrinunni eftir því sem liðið hefur á. Nokkrir forskjálftar voru fyrir stærsta jarðskjálftan. Þeir voru með stærðina 2,1 til 2,8. Þessir jarðskjáfltar komu fram á jarðskjálftamælum sem ég er. Hægt er að skoða mælingar þeirra hérna á vefsíðu sem ég er með.

130329_2145
Jarðskjálftahrinan í Langjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu klukkutímum. Það er ekki neitt sem bendir til annars. Ef þessi jarðskjálftahrina tekur sig upp. Þá mun ég bara skrifa um það hérna eins fljótt og hægt er. Þetta svæði er þekkt jarðskjálftasvæði á Íslandi. Þó svo að þarna verði ekkert mjög oft jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.

Engar auglýsingar á blogginu eða jarðskjálftavefsíðunum

Ég hef ákveðið að taka út allar auglýsingar. Hvort sem það er á bloggunum hjá mér eða á vefsíðunum sem eru með jarðskjálftagröfin. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er sú staðreynd að auglýsignar skila ekki mjög miklum tekjum til mín hvort sem er. Taka upp mikið pláss á vefsíðunni hjá mér og auka þann tíma sem það tekur fyrir fólk að hlaða bloggsíðunni upp.

Í staðinn ætla ég mér að treyst á stuðning fólks sem vill styrkja mig beint. Þeir sem styrkja mig fá e-bók að þegar ég hef lokið við að skrifa slíkt. Hvort sem um er að ræða smásögur eða heilar bækur. Það tekur mig þó tíma að skrifa sögur. Þar sem hugmyndavinna og slíkt tekur yfirleitt langan tíma hjá mér. Hægt er að styrkja mig í gegnum Paypal. Ég á eftir að kanna það hvort að óhætt sé fyrir mig að setja bankanúmerið og kennitöluna hingað inn fyrir þá sem ekki vilja nota Paypal þjónustuna. Annars mun ég setja inn SWIFT og IBAN kóðan á íslensku bankabókinni minni í staðinn ef ég tel að hitt sé ekki öruggt.