Jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul

Í dag klukkan 17:24 varð jarðskjálfti með stærðina 3.5 fyrir sunnan Langjökul. Þessi jarðskjálfti er líklega brotaskjálfti sem þarna eiga sér oft stað. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna eigi sér stað jarðskjálftar sem eru undanfari eldgos. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og hefur eitthvað dregið úr hrinunni eftir því sem liðið hefur á. Nokkrir forskjálftar voru fyrir stærsta jarðskjálftan. Þeir voru með stærðina 2,1 til 2,8. Þessir jarðskjáfltar komu fram á jarðskjálftamælum sem ég er. Hægt er að skoða mælingar þeirra hérna á vefsíðu sem ég er með.

130329_2145
Jarðskjálftahrinan í Langjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu klukkutímum. Það er ekki neitt sem bendir til annars. Ef þessi jarðskjálftahrina tekur sig upp. Þá mun ég bara skrifa um það hérna eins fljótt og hægt er. Þetta svæði er þekkt jarðskjálftasvæði á Íslandi. Þó svo að þarna verði ekkert mjög oft jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.