Þörf á styrkjum fyrir Ágúst

Það er mjög erfitt að vera öryrki á Íslandi, það er ennþá erfiðara að vera öryrki frá Íslandi og búa í Danmörku. Þar sem örorkubætur eru mjög lágar á Íslandi og mjög erfitt, ef ekki ómögurlegt er að lifa af þeim yfir mánuðinn. Ég vona hinsvegar að smásaga sem ég er búinn að skrifa muni laga fjárhaginn hjá mér eftir nokkra mánuði, hvort að það gerist veltur á sölunni af sögunni og það mun taka mig allt að 60 daga að fá greitt fyrir söguna eftir að útgreiðslulágmarkinu er náð ($100). Nánari upplýsingar um útgáfu mína á smásögum og bókum verður að finna hérna.

Styrkir hjálpa mér að reka þetta blogg og tengd vefsvæði, sérstaklega þar sem ég þarf að getað keypt mat til þess að vera fær um að skrifa á þessa vefsíðu og allt þetta hefðbundna sem fólk gerir. Til þess að geta lifað af þessari vefsíðu þá þarf ég 3 milljónir flettinga á mánuði, eins og er útskýrt í grein á Cracked hérna. Eins og stendur er umferð um þessa vefsíðu mjög lítil, eða í kringum 0 til 100 flettingar á dag. Umferðin um ensku vefsíðunar er talsvert meiri, eða frá 300 til 1200 flettingar á dag. Því miður er þetta ekki nægjanlegt fyrir mig til þess að lifa af. Ég verð einnig að hafa þann háttin á að auglýsingar fyrir íslensku vefsíðunar geta eingöngu verið frá Amazon, þar sem Google Adsense styður ekki íslensku og íslenska tungumála umhverfið. Amazon auglýsingar virka þannig að ég fæ 5 til 10% af því sem keypt er frá Amazon, ég fæ lítið sem ekkert bara fyrir að birta auglýsingar frá Amzon á vefsíðunni hjá mér eins og er. Hvort að það mun breytast í framtíðinni hef ég ekki hugmynd um, en ég vona það.

Ég er þessa stundina einnig að leggja grunn að nýjum vefsíðum sem varðandi eldfjöll, eldvirkni, eldgos og jarðskjálfta. Hvenar þau verða tilbúin veit ég ekki ennþá, en það styttist í að þau fari í staðbundna prufu hjá mér á næstunni. Hvenar það verður nákvæmlega veit ég ekki ennþá. Ég mun nota MediaWiki í það verkefni.

Ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja mig, það stendur þeim til boða sem styrkja mig að fá ebók eftir mig. Hinsvegar verður fólk þá að láta mig vita af slíkum óskum með tölvupósti, svo að ég geti sent þeim þá ebók sem verður í boði (sem stendur, það sem ég er búinn að skrifa í dag). Ég skrifa einnig um jarðskjálfta og eldvirkni í Evrópu á vefsíðu sem er að finna hérna.