Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Aðfaranótt og daginn 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes.

Nokkrir puntkar út í sjó við Reykjanestá sýna staðsetningu jarðskjálftanna sem hafa orðið síðustu klukkutímana á þessu svæði
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni að stærð. Það getur þó breyst án viðvörunnar. Þegar þessi grein er skrifuð þá er möguleiki á því að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Jarðskjálftahrina í nótt á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.

Nokkrir rauðir punktar suð-austur af Grímsey sýna nýja jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hafa verið minni að stærð. Enginn jarðskjálfti hefur fundist í Grímsey samkvæmt fréttum.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Á miðnætti þann 1-Ágúst-2021 hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægð þessar jarðskjálftahrinu frá landi er í kringum 220 km frá Reykjavík og 190 km frá Grindavík. Í þessari fjarlægð þá eru staðsetningar Veðurstofu Íslands ekki nákvæmar. Þessi jarðskjálftahrina er mjög líklega ennþá í gangi.

Grænar stjörnur fara suður með Reykjaneshrygg þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið að koma fram. Jarðskjálftanir dreifast um kortið vegna ónákvæma staðsetninga
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Staðsetningar eru ekki nákvæmar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw5,2 samkvæmt EMSC. Stærðir hinna jarðskjálftana hafa verið frá Mw4,0 til Mw4,8. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessa jarðskjálftavirkni hérna á vefsíðu EMSC. Þessi slóð virkar þegar ég skrifa þessa grein, hversu lengi þessi slóð um virka veit ég ekki.

Fjarlægð þessara jarðskjálfta kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvort að hérna sé bara um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta eða hvort að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum. Hvernig þessir jarðskjálftar eru að koma fram bendir til þess að hugsanlega sé kvika að valda þeim en það er engin leið til þess að staðfesta það. Þó svo að þarna verði eldgos á þessum stað þá er dýpi sjávar slíkt að það mun engu breyta fyrir yfirborðið. Þar sem dýpi sjávar þarna er meira en 1 km en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið dýpi er þarna á þessu svæði.

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (31-Júlí-2021) klukkan 12:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Kötlu í Mýrdalsjökli. Hrina lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum og jarðskjálftavirknin virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Á myndinni eru þrjár grænar stjörnur og tvær af þessum stjörnum eru jarðskjálftar frá því 29-Júlí. Það er aðeins ein græn stjarna frá jarðskjálftanum í dag.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu sem flækir aðeins möguleikana á því hvað er að gerast núna. Þar sem þessi sumar jarðskjálftavirkni skapar þær aðstæður að óljóst er hvað er í gangi núna í Kötlu þegar þessi grein er skrifuð. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gær (29-Júlí-2021)

Í gær (29-Júlí-2021) urðu tveir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 klukkan 19:20 og 19:22. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 klukkan 19:28.

Jarðskjálftavirknin í öskju Kötlu er að mestu leiti í norður-austur hluta öskjunnar. Bláir og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta sem eru litilir. Tvær grænar stjörnur sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftanna í norð-austur hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er bara hluti af eðlilegri sumar jarðskjálftavirkni eða hluti af stærri virkni í eldstöðinni. Ég er ekki að reikna með eldgosi þar sem jarðskjálftavirknin er of lítil. Það munu koma fram þúsundir jarðskjálfta áður en stórt eldgos verður í Kötlu. Þangað til að það gerist. Þá hef ég ekki áhyggjur af þessari jarðskjálftavirkni.

Fleiri jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (28-Júlí-2021) klukkan 12:36 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu. Nokkrir minni jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessi jarðskjálfti átti sér stað.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Græn stjarna er í norð-austur hluta öskjunnar þar sem stærsti jarðskjálftinn átti sér stað. Nokkrir rauðir punktar sýna nýja jarðskjálfta í Kötlu
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki hægt að segja til um. Það er engin breyting á óróa á SIL stöðvum í kringum Kötlu.

Kröftugir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Það er orðið mjög langt síðan ég skrifaði um eldstöðina Bárðarbungu. Það er því kominn tími á nýja grein.

Þann 27-Júlí-2021 klukkan 19:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Bárðarbungu. Þegar klukkan varð 22:12 þá kom fram annar jarðskjálfti sem var með stærðina Mw4,5. Samkvæmt vefsíðu EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta mb4,8. Hægt er að lesa þær upplýsingar hérna.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er sýnd með tveim grænum stjörnum. Önnur stjarnan er í vestur hluta öskjunnar en hin græna stjarnan er í austari hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknina í Bárðarbungu má rekja til þess að kvika er að flæða inn í kvikuhólfið sem er í Bárðarbungu og er eldstöðin að þenjast út. Þetta mun enda með eldgosi en ekki er hægt að segja til um hvenær það gerist.

Meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær (24-Júlí-2021) og í dag (25-Júlí-2021) hefur verið aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst hvað er að valda þessari aukningu á jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw2,6.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu er merkt með rauðum punkti, síðan gulum punktum sem ná frá suður hluta öskju Kötlu og norður með og síðan til austurs innan öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Einn af þeim möguleikum sem gæti hafa komið þessari jarðskjálftavirkni af stað er ef að katlar innan Mýrdalsjökuls hafa verið að tæma sig af vatni og þá fellur þrýstingur hratt sem kemur af stað jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að það hefur verið það sem gerðist núna. Það hinsvegar tekur vatnið úr kötlum Mýrdalsjökuls nokkra klukkutíma að ná niður í jökulár á svæðinu ef þetta er það sem gerðist. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Frá 22-Júlí-2021 hefur verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti verið í austur hluta öskju Kötlu og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu í austari hluta öskjunnar sýndir með rauðum punktum á korti frá Veðurstofu Íslands. Til vesturs er á kortinu minni jarðskjálftahrina sem einnig varð í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni sem bendir sterklega til þess að hérna sé eingöngu um að ræða venjulega jarðskjálftavirkni sem tengist sumrinu. Jarðskjálftavirkni er einnig of lítil til þess að hérna sé um virkni sem bendir til hættu af eldgosi. Það gæti þó breyst ef jarðskjálftavirknin breytist og verður stærri.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 17-Júlí-2021

Þetta er væntanlega minnsta greinin sem ég skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Síðan 9-Júlí þá hefur eldgosið verið mjög óstöðugt. Milli 10-Júlí og 15-Júlí hélt eldgosið áfram eins og venjulega en eldgosið hélt áfram í púlsum.
  • Þann 15-Júlí um klukkan 05:00 þá stoppaði eldgosið skyndilega. Það hófst síðan aftur um klukkan 10:00 þann 16-Júlí.
  • Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að eldgosið hafi hætt aftur miðað við stöðuna á óróamælingum í kringum eldgosið.
  • Flæði hraunsins er niður í Meradali þegar hraunflæðið er í gangi. Með núverandi hraða þá mun það taka 1 til 4 vikur fyrir hraunið að klára að fylla Meradali áður en það nær að flæða úr dalnum yfir í næsta dal.
  • Eystri hluti gígsins hrundi og það gefur hrauninu beina leið niður í Meradali.

Það er óljóst afhverju eldgosið hagar sér svona. Ein af þeim hugmyndum sem ég hef er að það djúpkerfi kviku sem fæðir kvikuhólfið sem er þarna á um 20km dýpi sé að mestu leiti orðið tómt. Þegar kvikuhólfið tæmist þá stöðvast eldgosið og tekur sér smá tíma í að endurfyllast. Því minna sem er í kvikuhólfinu því lengri tíma tekur fyrir það að fyllast á ný. Hversu lengi þetta mun ganga svona veit ég ekki en ég tel ekki víst að þetta geti verið svona í margar vikur eða mánuði. Gígurinn sem gýs úr núna mun á endanum loka sér og þá mun eldgosið stöðvast vegna þess.