Jarðskjálftavirkni í Heklu (það er engin eldgosahætta af þessari virkni)

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Heklu. Þessi jarðskjálftavirkni er í suðurhluta eldstöðvarkerfi Heklu. Það er ekki augljóst hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni í Heklu.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi vegna þessar jarðskjálftavirkni. Það er ennfremur ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss. Áður en það verður eldgos mun koma fram meiri jarðskjálftavirkni í Heklu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga – Bláfjöllum

Í dag, 24-Nóvember-2018 hófst jarðskjálftahrina í Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bláfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og nágrenni samkvæmt fréttum. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Aðfaranótt 23-Nóvember-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Grímsvötnum. Aðeins einn eftirskjálfti kom fram og var sá skjálfti með stærðina 0,9.


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasta eldgos í Grímsvötnum varð árið 2011.

Sterk brennisteinslykt frá Sólheimajökli (Katla)

Í dag (21-Nóvember-2018) gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikillar brennisteinsmengunar frá Sólheimajökli og Jökulsá á Sólheimasandi sem kemur frá Kötlu. Fólki er ráðlagt að forðast svæðið vegna brennisteinsmengunar. Það hefur ekki verið nein aukning í jarðskjálftavirkni í tengslum við þessa brennisteinsmengun.


All rólegt í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki mælst nein jarðskjálftavirkni og það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Þetta mun líklega ekki breytast þar sem mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu allt árið 2018.

Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (12-Nóvember-2018) urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Fyrri jarðskjálftinn hafði stærðina 3,6 en seinni jarðskjálftinn var með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram hingað til hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina suður af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan á Laugardag (10-Nóvember-2018) og þangað til í dag (11-Nóvember-2018) þá hefur verið jarðskjálftahrina sunnan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar hingað til. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálftahrina hafi fundist í byggð.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera ennþá í gangi, jafnvel þó svo að slakað hafi á þessari jarðskjálftahrinu á síðustu klukkutímum. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu klukkutíma eða daga.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Síðastliðna nótt var jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (06-Nóvember-2018) var einnig jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum en sú jarðskjálftavirkni var miklu minni en jarðskjálftavirknin sem kom fram síðastliðna nótt. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum. Það hefur ekki orðið nein frekari jarðskjálftavirkni í dag í Grímsvötnum.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Nóvember-2018) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,7 og 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist að mestu leiti vera lokið eins og stendur. Það er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að ný jarðskjálftahrina byrji á þessu sama svæði. Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Í dag (28-Október-2018) klukkan 10:52 hófst jarðskjálftahrina í Krýsuvík með jarðskjálfta að stærðinni 3,0 og síðan þá hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi þar. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er tengd eldstöðinni heldur er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu sem tengist flekahreyfingum á þessu svæði.


Jarðskjálftahrina í Krýsuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn fannst í Hafnarfirði og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort að þessi jarðskjálftahrina sé búin eða hvort að eitthvað meira muni gerast á þessu svæði. Það er möguleiki á því að þarna muni koma fram fleiri jarðskjálftar án viðvörunar.

Jarðskjálfti með stærðina 4,6 í Bárðarbungu

Klukkan 00:08 þann 23-Október-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 4,6 í Bárðarbungu. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í að minnstakosti þrjá mánuði. Minni jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 00:12. Undanfari þessara jarðskjálfta var smá aukning í litlum jarðskjálftum sem hófst í gær (22-Október-2018).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015.

Uppfært þann 24-Október-2018

Veðurstofan hefur uppfært stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað í Bárðarbungu. Stærðir stærstu jarðskjálftanna eru núna 3,9 og síðan 4,6 og 3,5.


Uppfært kort frá Veðurstofunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grein uppfærð þann 24-Október-2018 klukkan 15:20.