Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (ekki mikill fjöldi jarðskjálfta)

Í morgun (4-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 (klukkan 05:52), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 (klukkan 05:46), þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 06:03). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram samtals átta jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftahrina er örlítið óvenjuleg þar sem eingöngu eru tvær vikur síðan jarðskjálfti með stærðina 4,2 átti sér stað í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar tengjast þenslu í Bárðarbungu og hafa verið í gangi síðan árið 2015 eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar 2015. Þetta ferli mun halda áfram þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Minnsti tími milli eldgosa er 1 ár en þetta getur farið upp í 104 ár. Ég byggi þessa skoðun mína á gögnum frá Global Volcanism Program og þar er hægt að sjá gögnin um eldgos í Bárðarbungu.