Eldgos hófst í eldstöðinni Svartsengi í Sundhnúkagígum klukkan 20:23. Ég mun setja inn meiri upplýsingar þegar ég hef þær.

Upplýsingar um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi
Í gær (02. Mars 2024) klukkan 15:57 hófst kvikuinnskot í Sundhnúkagíga. Þessu kvikuinnskoti lauk um klukkan 17:57. Það mældust um 150 jarðskjálftar í þessu kvikuinnskoti og þetta kvikuinnskot kom ekki af stað eldgosi en gæti verið vísbending um það hvar næsta eldgos verður.
Þetta er mjög snemma, en það virðist sem að þetta kvikuinnskot hafi breytt sigdalnum sem það átti sér stað í. Þá með því að valda færslu í honum eða koma af stað öðrum breytingum. Þessi sigdalur myndaðist þann 10. Nóvember 2023 (Veðurstofan er með mynd af þessum sigdal hérna). Þetta kvikuinnskot getur einnig hafa komið af stað færslum í sigdalnum sem myndaðist þann 14. Janúar 2024 (Veðurstofan er með mynd af þeim sigdal hérna, Veðurstofan hefur merkt þann sigdal með bláum lit). Þessir sigdalir og allt sem þeim fylgir er að gera jarðfræðina á þessu svæði mjög flókna, enda er efsta lag jarðskorpunnar þarna orðið kross sprungið og því getur verið einfalt fyrir kvikuna að leita upp á yfirborðið án mikillar mótstöðu.
Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos hefst. Það er mitt álit að næsta eldgos muni hefjast á milli 3 til 5. Mars. Það er alltaf möguleiki á því að ég hafi rangt fyrir mér.
Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Sundhnúksgíga þann 8. Febrúar 2024 klukkan 23:29.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get.
Í morgun klukkan 06:02, þann 8. Febrúar 2024. Þá hófst eldgos við Sundhnúkagíga. Þetta er mjög nálægt því svæði þar sem eldgos varð þann 18. Desember 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er gossprungan um 3 km löng, miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
Þetta eldgos er á hentugum stað, það er á svæði sem er ekkert rosalega nálægt innviðum eða Grindavík eins og þetta er núna. Það gæti breyst ef gossprungan lengist til suðurs. Þetta eldgos hófst með mjög litlum fyrirvara samkvæmt Rúv eða réttum 30 mínútum frá því að jarðskjálftahrinan hófst og þangað til að eldgos hófst. Í eldgosinu þann 18. Desember 2023, þá tók þetta um 60 mínútur.
Ég mun skrifa nýja grein síðar í dag þegar ég hef meiri upplýsingar um stöðu mála og hvað er að gerast.
Þetta er stutt grein. Þar sem ég þarf að sofa aðeins eftir þessa atburðarrás í nótt. Ég mun skrifa betri grein þegar ég vakna síðar í dag eða á morgun.
Eldgos hófst í Sundhnúkagígum klukkan 07:58 þann 14. Janúar 2024. Sprungan er um 1 til 2 km norður af Grindavík. Undanfari eldgossins var mjög kröftug jarðskjálftahrina og bjó til kvikuinnskot sem er núna farið að gjósa úr.
Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavík og það hefur valdið meira tjóni innan Grindavíkur. Það eru einu upplýsingar sem ég hef eins og er. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er hraunið um 400 metra frá næstu húsum í Grindavík.
Ég mun skrifa næstu grein um þetta síðar í dag vonandi. Ég var að vinna við að setja upp nýja þjónatölvu hjá mér og hef því verið vakandi of lengi þegar þessi grein er skrifuð.
Þetta er stutt grein um stöðuna í Sundhnúkagígum þann 2. Janúar 2024. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:54. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
Þenslan í Svartsengi virðist vera búinn að ná hámarksstöðu miðað við 18. Desember 2023 samkvæmt GPS stöðvum. Þenslan núna er ekki jöfn á öllum GPS stöðvunum og ég er ekki viss hver er ástæðan fyrir þessu en líklegasta ástæðan er að innflæði inn í sillunar í Svartsengi er ójafnt af einhverjum ástæðum. Af hverju það er veit ég ekki en eitthvað hefur mögulega breyst innan í eldstöðinni Svartsengi þegar það kemur að innflæði kviku þegar það kemur að sillunum.
Það er ekki hægt að vita hvenær næsta eldgos verður. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ég að áætla að næsta eldgos verði eftir um sjö daga, það er í kringum 9. Janúar 2024. Það gæti orðið eldgos fyrr en það gæti einnig orðið eldgos seinna. Það er ekki hægt að segja til um það hvar næsta eldgos verður. Það er reiknað með því að næsta eldgos verði á svipuðum stað eða á þeim stað þar sem eldgosið í Sundahnúkum varð þann 18. Desember 2023.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og hægt er. Þetta er síðasta greinin þangað til eitthvað gerist í Sundhnúkagígum.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að millifæra beint á mig það sem fólk vill eða nota PayPal til þess að styrkja mig með öllum þeim vandamálum sem fylgja PayPal. Hægt er að finna bankaupplýsingar á síðunni styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Þetta er stutt grein um stöðu mála við Sundhnúkagíga eftir því sem ég best veit. Þessi grein getur orðið úrelt án viðvörunnar. Þessi grein er skrifuð þann 22. Desember 2023 klukkan 21:39.
Þenslan er hafin aftur í eldstöðinni Svartsengi og það virðist sem að þenslan hafi jafnvel hafist áður en eldgosinu lauk við Sundhnúkagíga. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þenslan aðeins um 5 til 8mm á dag, áður en eldgosið hófst þá var þenslan um 10mm á dag en það hafði hægst talsvert á þenslunni áður en það fór að gjósa og nýtt kvikuinnskot myndast. Það munu ekki öll kvikuinnskot koma af stað eldgosum en plássið fyrir kvikuna er mjög lítið eftir kvikuinnskotið sem varð þann 10. Nóvember. Þar sem það kvikuinnskot virðist hafa notað upp allt plássið í jarðskorpunni í sigdalnum á þessu svæði þar sem sigdalurinn myndaðist þann 10. Nóvember 2023.
Jarðskjálftavirkni jókst í sigdalnum um leið og það fór að draga úr eldgosinu í Sundhnúkagígum. Það þýðir að mínu áliti að kvikan í Svartsengi er að leita sér að leið út og reyna að gjósa öll á sama tíma, eða mögulega eins nálægt því og hægt er. Það virðist sem að 4,1 km löng sprungan sem myndaðist í eldgosinu þann 18. Desember hafi ekki verið nóg fyrir þann þrýsting sem er í eldstöðinni Svartsengi þegar þessi grein er skrifuð. Þetta er áhugavert en gæti einnig verið vísbending um það að þetta svæði sé að verða mjög hættulegt. Ég tek það einnig fram að ég veit ekki hvort að þetta gerist, þar sem vísbendingar eru eitt og síðan það sem gerist er allt annað.
Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa nýja grein eins fljótt og ég get.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.
Eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum þann 18. Desember klukkan 22:17 er lokið eftir því sem ég fæ best séð. Þetta var mjög stórt eldgos, þó svo að það hafi varað í mjög skamman tíma. Hrunið sem kom upp þakti um 3,7 km2 (ferkílómetra). Meirihluti af eldgosinu átti sér stað í fyrstu 24 til 48 klukkustundum. Það eru komnir fram fyrstu merki um það að þensla sé hafin aftur í Svartsengi, ef að þenslan er á sama hraða og fyrir eldgosið 18. Desember, þá mun það aðeins taka um 8 til 10 daga að ná sömu stöðu og áður en eldgos hófst. Það er stór spurning hvort að það gerist núna, þar sem það er ennþá mikið magn af kviku í Svartsengi og sú kvika getur farið af stað til yfirborðs án þess að þensla eigi sér stað og komið af stað stærra eldgosi. Hvort að það gerist er eitthvað sem þarf að bíða og sjá hvað gerist.
Myndbönd af svæðinu þar sem gaus sýna mikla afgösun eiga sér stað á svæðinu þar sem gaus. Þetta er áhugavert og ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að eiga sér stað. Það er möguleiki á því að í kvikuganginum sé mikil kvika sem er að losa sig við gas en hefur ekki orkuna í að gjósa. Það er smá möguleiki á því að nýtt eldgos hefjist á sama stað. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um.
Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og hófst í gær (20. Desember 2023) og hefur sama munstur og jarðskjálftavirknin rétt áður en það fór að gjósa í Sundhnúkagígum þann 18. Desember. Hvort að það sé að gerast núna verður að koma í ljós. Þetta er bíða og sjá staða núna.
Þetta er síðasta uppfærslan, nema ef eitthvað gerist á þessu svæði sem er líklegt miðað við þá virkni sem er að koma fram en spurningin er alltaf hvenær eitthvað gerist.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
Það stefnir í að þetta eldgos verði stutt og það er venjulega þannig sem eldgos eru á Íslandi. Hugsanlega mun þessu eldgosi ljúka milli Föstudags og Mánudags, en það fer eftir því hvað gerist.
Það er áhugavert að fjallið Þorbjörn heldur áfram að síga samkvæmt GPS gögnum frá því í dag (20. Desember 2023). Veðurstofan hefur gefið út nýtt kort með hættusvæðinu og er hægt að sjá það hérna á vef Veðurstofunnar.
Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég veit um í dag (20. Desember 2023). Næsta grein um stöðu mála ætti að koma á morgun ef ekkert sérstakt gerist. Ef eitthvað gerist, þá mun ég reyna að birta nýja grein eins fljótt og hægt er.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 22:32.
Ég reyni að lesa allar þær upplýsingar sem ég get yfir daginn og lesa eins mikið af gögnum og hægt er. Þar sem ég hef ekki aðgang að öllum vísindagögnum sem er safnað. Þá verð ég að treysta á fréttir til að fá þær upplýsingar eins og hægt er, frá Veðurstofunni og öðrum aðilum eftir því sem hægt er. Þetta hefur alltaf verið svona og er ekkert óeðlilegt.
Það er mikil óvissa með þetta eldgos og hvað getur gerst næst í þessu. Þar sem það er mikið af kviku í eldstöðinni í Svartsengi sem hefur ekki ennþá gosið. Það er möguleiki á því að nýtt innflæði af kviku úr möttlinum sem gæti sett meira af stað. Innflæði kviku af miklu dýpi getur gerst án mikillar viðvörunnar eftir því sem þrýstingur minnkar í Svartsengi í sillunni þar (eða kvikuhólfi).
Ég mun setja inn næstu uppfærslu á morgun (20. Desember). Ef eitthvað gerist, þá mun næsta uppfærsla koma fyrr inn.