Hérna er stutt yfirlit yfir stöðina í Herðubreiðartögl eins og hún er þann 9-Maí-2014.
Síðasta sólarhringinn hefur dregið mjög úr jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum, enda hafa stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn eingöngu náð stærðinni 2,0. Jarðskjálftavirkni heldur áfram þarna en er miklu minni en áður, hinsvegar virðist þessi jarðskjálftahrina ekki vera búin eins og er. Þó að þessi jarðskjálftahrina hafi núna varið í rúmlega sjö daga.
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl eins og hún var í dag. Það sést á þessari mynd að jarðskjálftahrinan er mun minni í dag en í gær (8-Maí-2014) og undanfarna daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig vel fram í jarðskjálfta-teljaranum sem er á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á óróaplottinu. Þar sem minna kemur fram á bláu línunni (2-4Hz) þegar jarðskjálftum fækkar í Herðubreiðartöglum. Eitthvað af virkninni sem hérna sést er frá suðurlandinu og af Reykjaneshrygg vegna jarðskjálftavirkni þar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á tromluriti Veðurstofu Íslands. Eitthvað af jarðskjálftum þarna er frá Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Núverandi jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum er ekki nægjanlega stór til þess að sjást á þeim jarðskjálftamælum sem ég rek, til þess að það gerist þá þurfa jarðskjálftarnir að hafa stærðina 3,0 eða stærri, svo að þeir sjáist almennilega að minnstakosti. Hægt er að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem kemur fram á jarðskjálftamælunum mínum hérna. Þarna sjást allir þeir jarðskjálftar sem eru nógu stórir til þess að koma almennilega fram á mínum jarðskjálftamælum. Þegar þetta er skrifað eru það jarðskjálftar yfirleitt stærri en 3,0 sem eiga sér stað núna (þegar þetta er skrifað).