Jarðskjálftavirkni eykst á ný í Öræfajökli

Í gær (24-Febrúar-2018) og í dag (25-Febrúar-2018) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Öræfajökli eftir talsverðan langan tíma án nokkurar jarðskjálftarvirkni. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2. Stærðir annara jarðskjálfta sem komu fram voru á bilinu 0,6 til 1,2. Allir jarðskjálftar eru skráðir með grunnt dýpi en það er hugsanlega ekki rétt mæling.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli á sér stað vegna þess að kvika er að troða upp eldstöðina. Núverandi jarðskjálftavirkni er fyrir ofan bankgrunnsvirkni í Öræfajökli. Bakgrunnsvirkni í Öræfajökli er í kringum 1 til 2 jarðskjálftar á ári (allt að 10 jarðskjálftar á ári).

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (09-Febrúar-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í Öræfajökli síðan jarðskjálftavirknin hófst í eldstöðinni árið 2017. Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,4 (grein hérna) og hefur það verið stærsti jarðskjálftinn hingað til. Þessi aukning í stærð jarðskjálfta er áhyggjuefni og nauðsynlegt að fylgjast betur með því sem er að gerast í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur aðeins einn jarðskjálfti orðið eftir stóra jarðskjálftann og var sá jarðskjálfti með stærðina 1,7 (sjálfvirk niðurstaða). Ég reikna með frekari jarðskjálftum í Öræfajökli á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Esjufjöllum

Ég skrifa bæði um Öræfajökul og Esjufjöll í þessari grein.

Öræfajökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli. Eins og áður þá eru flestir jarðskjálftar sem verða minni en 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirknin er að mestu leiti bundin við öskju Öræfajökuls en fer aðeins út fyrir öskjuna stundum. Míla hefur sett upp vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með Öræfajökli, hægt er að horfa á vefmyndavélina hérna.

Esjufjöll

Eftir langan tíma án nokkurar jarðskjálftavirkni þá hefur jarðskjálftavirkni hafist aftur í Esjufjöllum. Eins og í Öræfajökli þá verður ekki jarðskjálftavirkni þar án þess að kvika komi við sögu. Ég hef ekki neina almennilega þekkingu á Esjufjöllum vegna þess að þar hafa ekki orðið nein skráð eldgos síðustu 12.000 árin. Það er hugsanlegt að það hafi orðið smá eldgos í Esjufjöllum árið 1927 sem varði í fjóra daga en sá atburður er illa skrásettur og hef ég því ekki neinar nothæfar upplýsingar um þann atburð. Ef að eldgos verður í Esjufjöllum þá mundi jökulflóðið koma niður í jökulsárslón. Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Öræfajökli undanfarið og er viðvörunarstig Öræfajökuls ennþá gult eins og sjá má hérna [vefsíðan er hérna]. Eins og áður þá eru langflestir jarðskjálftar sem eiga sér stað mjög smáir að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (appelsínugulu doppuanar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er núna munstur á þessari jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það munstur kemur fram á SIL stöðvum rétt áður en og þegar jarðskjálftavirkni er skráð í Öræfajökli. Það er möguleiki að þessi breyting á óróanum séu jarðskjálftar að eiga sér stað í Öræfajökli. Ég er ekki ennþá viss um hvað er að valda þessu. Aðrar útskýringar á þessu eru mögulegar.


Toppanir sjást við 01/02 línuna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá afhverju þetta gerist og hvað er í gangi þegar þetta kemur fram og afhverju þetta kemur fram.

Slæmt veður kemur núna í veg fyrir jarðskjálftamælingar á litlum jarðskjálftum á Íslandi. Þar sem það er spáð slæmu veðri fram á Sunnudag þá má reikna með áframhaldandi truflunum á jarðskjálftamælinum vegna veðurs.

Flutningur til Íslands

Mér hefur tekist að koma því þannig fyrir að ég mun flytja til Íslands í Júlí frekar en Október. Það gefur mér tækifæri til þess að vinna í sumar og haust (við að slá gras og í sláturhúsi). Það að flytja í Júlí lækkar einnig skattareikinginn hjá mér í Danmörku fyrir árið 2018 þar sem ég er eingöngu skattskyldur í Danmörku fram til þess dags að ég flyt lögheimilið til Íslands. Ég hef bara ekki efni á því að lifa í Danmörku og það er ekkert við því að gera.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli

Aðfaranótt 18-Janúar-2018 klukkan 02:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli. Þeim jarðskjálfta fylgdi annar jarðskjálfti með stærðina 2,0 og síðar kom jarðskjálfti með stærðina 1,8. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað varð aukning á hærri tíðni á SIL stöðvum í kringum Öræfajökli. Það er möguleiki á að hérna hafi verið að um að ræða smáskjálfta sem ekki var hægt að staðsetja almennilega eða að hérna sé um að ræða litlu jarðskjálftana sem mældust í Öræfajökli á þessum sama tíma. Ég er ekki viss á þessari stundu hvort er raunin en ég vonast að myndin verði skýrari eftir því sem meira af gögnum kemur inn með aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli.


Breyting á óróaplotti á SIL stöðinni Fagurhólsmýri sem er við Öræfajökul. Breytingin á óróanum sést vel á endanum á þessari mynd (bláu toppanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er rólegt í Öræfajökli.

Engin breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu mánuði hefur ekki verið mikil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Sveiflur eru í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli eins og búast má við í eldkeilu af þessari gerð sem gýs súrri kviku (rhyolitic).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli verður þegar kvika og gas er á hreyfingu innan í eldstöðinni. Yfir daginn þá breytist þessi hreyfing og ekki er hægt að spá fyrir um hreyfingu kvikunnar eða gassins í Öræfajökli.

Jarðskjálftavirkni að aukast á ný í Öræfajökli

Eftir rólegar tvær vikur í Öræfajökli þá virðist sem að jarðskjálftavirkni sé á ný farin að aukast. Eins og áður þá eru stærðir þeirra jarðskjálfta sem eiga sér stað ekki miklar og mjög fáir jarðskjálftar ná stærð sem er yfir 1,5.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (23-Desember-2017) var með stærðina 1,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessa stundina er erfitt að segja til um þróun þessar jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Miðað við þróunina í Október og Nóvember þá er líklegt að jarðskjálftavirknin haldi áfram að aukast þangað til toppi er náð og eftir það fari jarðskjálftum að fækka á ný. Staðreyndin er hinsvegar sú að óvissa er um það hvernig þetta mun þróast þar sem ekki er hægt að spá fyrir um þróun virkni í eldstöðvum og erfitt er að vita hvað er að gerast innan í eldstöðvum eins og Öræfajökli.

Kvikuinnskot staðfest í Öræfajökli

Nýlegar mælingar hafa staðfest kvikuinnskot í Öræfajökli, þetta kvikuinnskot er í suðurhluta Öræfajökuls og er það svæði að sýna þenslu þessa dagana. Þessa stundina er áætlað að það magn kviku sem er að koma upp í eldstöðina sé rúmlega það magn sem gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þessa stundina er kvikuinnskotið á dýpi sem er á bilinu 2 til 6 km og það útskýrir aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli og afhverju þessi jarðhitavirkni er að aukast þessa dagana. Hversu lengi þessa staða mun vara er ekki vitað þessa stundina. Öræfajökull er eldkeila og hagar sér sem slíkt, hægt er að lesa frekar um eldkeilur hérna og hérna.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu viku voru mældir 160 jarðskjálftar í Öræfajökli og er það metfjöldi jarðskjálfta sem hafa mælst í Öræfajökli síðan mælingar hófst (árið 1995?). Þessa stundina þá virðist jarðskjálftavirkni vera stöðug en það er ekki hægt að segja til um það hvenær það breytist.

Vefmyndavélar

Það eru komnar tvær vefmyndavélar sem sýna Öræfajökul. Þessir tenglar eru þannig að þeir virka aðeins í takmarkaðan tíma.

Vefmyndavél á Fagurhólsmýri (virkar aðeins tímabundið)
Vefmyndavél á brú (virkar aðeins tímabundið)

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með tvennum hætti. Annað hvort notað PayPal takkana hérna til hliðar eða með því að fara á síðuna styrkir og fylgja þar bankaupplýsingum til þess að leggja inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Sigketilinn heldur áfram að dýpka og stækka í Öræfajökli

Samkvæmt fréttum í Morgunblaðinu (mbl.is) þá heldur sigketilinn áfram að dýpka og stækka í Öræfajökli. Þetta eru ekki góðar fréttir um þá stöðu sem er komin upp í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum þá var jókst dýpt sigketilsins um rúmlega 20 metra á 9 dögum sem er mjög mikil dýpkun á skömmum tíma. Núverandi útlit sigketilsins er það sem líkist vatnsdropa og teygir sigketilinn sig núna í suðurátt eftir því sem jarðhitasvæðið stækkar.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er núna stöðug en slæmt veður kemur oft í veg fyrir að jarðskjálftar mælist. Stærðir jarðskjálfta hafa aðeins verið að aukast undanfarið en flestir jarðskjálftar sem hafa verið að mælast eru minni en 1,0 að stærð.

Fréttir af Öræfajökli

Sig­ketill­inn dýpkaði um rúma 20 metra á níu dög­um (mbl.is)

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli og sýnir ekki nein merki þess að draga sér úr þeirri virkni. Það verða sveiflur í jarðskjálftavirkninni þar sem jarðskjálftavirknin dettur niður í nokkra klukkutíma áður en jarðskjálftavirknin eykst aftur. Þar sem kvikan í Öræfajökli er súr þá virðist þetta vera venjuleg jarðskjálftavirkni fyrir þannig gerð af kviku og súr kvika útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 1,7 og þessa stundina hafa ekki komið fram stærri jarðskjálftar síðustu vikur (síðan jarðskjálftinn með stærðina 3,5 varð í Öræfajökli). Jarðskjálftarnir sem verða jaðrinum eru líklega tilkomnir vegna þenslu í Öræfajökli og valda því að misgengi fara af stað á jaðri Öræfajökuls, hættan af slíkum jarðskjálftum er að mínu mati minniháttar þessa stundina. Ég veit ekki hverning þróunin hefur verið katlinum sem hefur myndast í öskju Öræfajökuls þar sem ég hef ekki séð neinar fréttir eða myndir af þróun katlins undanfarnar vikur.

Styrkir

Ég legg mikla vinnu í þessa vefsíðu. Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann til hliðar eða með því að fara inná styrkir síðuna fyrir bankaupplýsingar. Takk fyrir hjálpina og stuðninginn. 🙂