Samkvæmt fréttum í Morgunblaðinu (mbl.is) þá heldur sigketilinn áfram að dýpka og stækka í Öræfajökli. Þetta eru ekki góðar fréttir um þá stöðu sem er komin upp í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum þá var jókst dýpt sigketilsins um rúmlega 20 metra á 9 dögum sem er mjög mikil dýpkun á skömmum tíma. Núverandi útlit sigketilsins er það sem líkist vatnsdropa og teygir sigketilinn sig núna í suðurátt eftir því sem jarðhitasvæðið stækkar.
Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er núna stöðug en slæmt veður kemur oft í veg fyrir að jarðskjálftar mælist. Stærðir jarðskjálfta hafa aðeins verið að aukast undanfarið en flestir jarðskjálftar sem hafa verið að mælast eru minni en 1,0 að stærð.
Fréttir af Öræfajökli
Sigketillinn dýpkaði um rúma 20 metra á níu dögum (mbl.is)