Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli

Aðfaranótt 18-Janúar-2018 klukkan 02:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli. Þeim jarðskjálfta fylgdi annar jarðskjálfti með stærðina 2,0 og síðar kom jarðskjálfti með stærðina 1,8. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað varð aukning á hærri tíðni á SIL stöðvum í kringum Öræfajökli. Það er möguleiki á að hérna hafi verið að um að ræða smáskjálfta sem ekki var hægt að staðsetja almennilega eða að hérna sé um að ræða litlu jarðskjálftana sem mældust í Öræfajökli á þessum sama tíma. Ég er ekki viss á þessari stundu hvort er raunin en ég vonast að myndin verði skýrari eftir því sem meira af gögnum kemur inn með aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli.


Breyting á óróaplotti á SIL stöðinni Fagurhólsmýri sem er við Öræfajökul. Breytingin á óróanum sést vel á endanum á þessari mynd (bláu toppanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er rólegt í Öræfajökli.