Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Esjufjöllum

Ég skrifa bæði um Öræfajökul og Esjufjöll í þessari grein.

Öræfajökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli. Eins og áður þá eru flestir jarðskjálftar sem verða minni en 1,0 að stærð. Jarðskjálftavirknin er að mestu leiti bundin við öskju Öræfajökuls en fer aðeins út fyrir öskjuna stundum. Míla hefur sett upp vefmyndavél þar sem hægt er að fylgjast með Öræfajökli, hægt er að horfa á vefmyndavélina hérna.

Esjufjöll

Eftir langan tíma án nokkurar jarðskjálftavirkni þá hefur jarðskjálftavirkni hafist aftur í Esjufjöllum. Eins og í Öræfajökli þá verður ekki jarðskjálftavirkni þar án þess að kvika komi við sögu. Ég hef ekki neina almennilega þekkingu á Esjufjöllum vegna þess að þar hafa ekki orðið nein skráð eldgos síðustu 12.000 árin. Það er hugsanlegt að það hafi orðið smá eldgos í Esjufjöllum árið 1927 sem varði í fjóra daga en sá atburður er illa skrásettur og hef ég því ekki neinar nothæfar upplýsingar um þann atburð. Ef að eldgos verður í Esjufjöllum þá mundi jökulflóðið koma niður í jökulsárslón. Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.