Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Aðfaranótt og daginn 5-Ágúst-2021 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes.

Nokkrir puntkar út í sjó við Reykjanestá sýna staðsetningu jarðskjálftanna sem hafa orðið síðustu klukkutímana á þessu svæði
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu hafa verið minni að stærð. Það getur þó breyst án viðvörunnar. Þegar þessi grein er skrifuð þá er möguleiki á því að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Á miðnætti þann 1-Ágúst-2021 hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægð þessar jarðskjálftahrinu frá landi er í kringum 220 km frá Reykjavík og 190 km frá Grindavík. Í þessari fjarlægð þá eru staðsetningar Veðurstofu Íslands ekki nákvæmar. Þessi jarðskjálftahrina er mjög líklega ennþá í gangi.

Grænar stjörnur fara suður með Reykjaneshrygg þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið að koma fram. Jarðskjálftanir dreifast um kortið vegna ónákvæma staðsetninga
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Staðsetningar eru ekki nákvæmar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw5,2 samkvæmt EMSC. Stærðir hinna jarðskjálftana hafa verið frá Mw4,0 til Mw4,8. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessa jarðskjálftavirkni hérna á vefsíðu EMSC. Þessi slóð virkar þegar ég skrifa þessa grein, hversu lengi þessi slóð um virka veit ég ekki.

Fjarlægð þessara jarðskjálfta kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvort að hérna sé bara um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta eða hvort að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum. Hvernig þessir jarðskjálftar eru að koma fram bendir til þess að hugsanlega sé kvika að valda þeim en það er engin leið til þess að staðfesta það. Þó svo að þarna verði eldgos á þessum stað þá er dýpi sjávar slíkt að það mun engu breyta fyrir yfirborðið. Þar sem dýpi sjávar þarna er meira en 1 km en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið dýpi er þarna á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes og jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Desember-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta eru allt saman litlir jarðskjálftar en fjöldi þeirra er talsverður. Þessi jarðskjálftavirkni kemur fram vegna þess að kvika er að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Í dag (29-Desember-2020) kom fram jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi. Aðeins einn minni jarðskjálfti virðist hafa komið fram eftir stærri jarðskjálftann. Annars hefur ekki komið fram meiri jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg í dag.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stakur jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Í gær (01-Desember-2020) varð stakur jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 á Reykjaneshrygg ekki langt frá Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.


Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem þetta var bara stakur jarðskjálfti þá er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast þarna. Það er möguleiki á því að þarna verði fleiri jarðskjálftar á næstu dögum og vikum og verði þá jafnvel mun stærri en þessi jarðskjálfti sem varð í gær.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014

Snögg aukning í jarðskjálftum í Þorbirni (Reykjanes/Svartsengi eldstöðvum)

Í morgun (13-Júní-2020) um klukkan 06:00 jókst jarðskjálftavirkni í Þorbirni norðan við Gríndavík. Þéttasta hrina af jarðskjálftum var vestan við Bláa lónið og á öðrum nálægum svæðum. Þær eldstöðvar sem eru virkar hérna eru Reykjanes og Svartsengi (enginn síða á Global Volcanism Program). Kort er hægt að finna hérna og hérna (sjá höggunarkort).


Svæði þar sem jarðskjálftahrinur hafa orðið síðustu daga við Grindavík. Hægt er að skoða kortið hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw3,5 klukkan 20:27 en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá gæti þessi tala breyst án nokkurar viðvörunar.

Það var einnig umtalsverður hávaði á óróaplottinu næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi en ég veit ekki hvað það gæti verið eins og stendur. Bláa línan verður þykkari þegar jarðskjálftahrinan er í gangi.


Óróaplottið þegar jarðskjálftahrinan gekk yfir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á GPS (gögnin er hægt að skoða hérna) þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti hinsvegar breyst á næstu dögum.

Jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanes og Reykjavík

Í dag (11-Apríl 2020) varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan norðan við Gridavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan hefur gefið út jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanesið og Reykjavík þar sem það er hætta á jarðskjálfta sem getur náð allt að stærðinni Mw6,3. Það er hinsvegar ekki mögulegt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði annað en hugsanlega á næstunni. Ástæða fyrir viðvörunni er að kvikuinnskotið er að breyta spennustigi í jarðskorpunni á svæðinu og er að þrýsta á misgengi sem þarna eru þangað til að þau brotna án nokkurar viðvörunnar.

Frétt Rúv

Fólk þarf að búa sig undir skjálfta nærri sex að stærð

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mig og mína vinnu með því að nota Amazon eða með því að nota PayPal. Styrkir hjálpa mér að halda úti þessar vefsíðu og lifa venjulegu lífi þess á milli. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (04-Apríl 2020) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,3 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd þeim atburðum sem eru núna að eiga sér stað í eldstöðinni norðan við Grindavík og í eldstöðinni Reykjanes og núna er þetta bæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Það verður jarðskjálftavirkni þarna til lengri tíma og ég mun ekki skrifa um alla þá virkni sem þarna mun eiga sér stað.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í gær (28. Mars 2020)

Í gær (28-Mars 2020) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta var stutt jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,5 og það urðu samtals sjö jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 að stærð. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þegar þessi grein er skrifuð þá er ekki lengur nein jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að jarðskjálftavirknin sé tengd jarðskjálftavirkninni norður af Grindavík. Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Reykjanes eða hvort að þetta er önnur eldstöð (Eldey).

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Reykjaneshrygg

Í dag (24-Janúar-2020) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var mjög langt frá landi og á jaðri þess að SIL mælanetið geti mælt jarðskjálftann almennilega og það útskýrir væntanlega afhverju aðeins einn jarðskjálfti hefur mælst.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3 er græna stjarnan lengst til vinstri. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búin að vera talsverð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshryggnum í Janúar 2020. Ég veit ekki hvort að það mun halda áfram eða ekki.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða [Uppfærð grein]

Í dag (18-Janúar-2020) klukkan 12:38 hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,0 samkvæmt Veðurstofunni en var með sjálfvirku stærðina mb4,5 hjá USGS og EMSC. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,8.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg nærri Eldeyjarboða. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en hugsanlegt er að eingöngu sé um hlé að ræða í jarðskjálftahrinunni áður en hún hefst aftur. Það er mjög algengt með jarðskjálftahrinur á þessu svæði á Reykjaneshrygg. Á þessu svæði á Reykjaneshryggnum geta jarðskjálftahrinur náð stærðinni Mw5,5.

Uppfærsla þann 19-Janúar-2020

Veðurstofan uppfærð stærðina á jarðskjálftunum sem urðu á Reykjaneshrygg þann 18-Janúar-2020. Stærstu jarðskjálftanir eru núna tveir jarðskjálftar með stærðina Mw4,5 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw4,0. Jarðskjálftanir með stærðina Mw4,5 urðu klukkan 14:07 og 14:17 og jarðskjálftinn með stærðina Mw4,0 varð klukkan 15:52.


Uppfært jarðskjálftakort af jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshrygg þann 18-Janúar-2020. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.