Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (04-Apríl 2020) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,3 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd þeim atburðum sem eru núna að eiga sér stað í eldstöðinni norðan við Grindavík og í eldstöðinni Reykjanes og núna er þetta bæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Það verður jarðskjálftavirkni þarna til lengri tíma og ég mun ekki skrifa um alla þá virkni sem þarna mun eiga sér stað.