Yfir 6000 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá upphafi Janúar 2020

Nýjustu fréttir frá Veðurstofunni eru að það hafa mælst yfir 6000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðan í upphafi Janúar 2020 í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er mesti fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst þarna síðan jarðskjálftamælingar hófust á þessu svæði árið 1991. Þá hafa einnig mælst þrjú kvikuinnskot á þessu svæði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands og það er mín skoðun að fjórða (og fimmta?) kvikuinnskotið er við Eldey úti á Reykjaneshrygg þó að ekki sé hægt að sanna neitt í slíku vegna skorts á GPS mælingum og því eru kvikuinnskot þar ekki eins greinanleg og á landi.


Jarðskjálftavirknin norðan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu daga hafa komið fram jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og Mw3,1. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram á þessu svæði. Þensla á þessu svæði hefur náð 60mm til 70mm en þenslan er að eiga sér stað yfir stórt svæði og það er farið að opna gamlar sprungur og færa til gömlum misgengi sem þarna eru. Afleiðinganar verða jarðskjálftar vegna þeirra breytinga sem þenslan veldur á misgengjum á þessu svæði.

Fréttatilkynningar Veðurstofu Íslands

Rannsaka þarf núverandi virkni á Reykjanesskaganum heildstætt
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu hérna geta gert það með því að nota PayPal takkann á síðunni. Styrkir hjálpa mér að vinna við þetta og reka þessa vefsíðu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂