Snögg aukning í jarðskjálftum í Þorbirni (Reykjanes/Svartsengi eldstöðvum)

Í morgun (13-Júní-2020) um klukkan 06:00 jókst jarðskjálftavirkni í Þorbirni norðan við Gríndavík. Þéttasta hrina af jarðskjálftum var vestan við Bláa lónið og á öðrum nálægum svæðum. Þær eldstöðvar sem eru virkar hérna eru Reykjanes og Svartsengi (enginn síða á Global Volcanism Program). Kort er hægt að finna hérna og hérna (sjá höggunarkort).


Svæði þar sem jarðskjálftahrinur hafa orðið síðustu daga við Grindavík. Hægt er að skoða kortið hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw3,5 klukkan 20:27 en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá gæti þessi tala breyst án nokkurar viðvörunar.

Það var einnig umtalsverður hávaði á óróaplottinu næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi en ég veit ekki hvað það gæti verið eins og stendur. Bláa línan verður þykkari þegar jarðskjálftahrinan er í gangi.


Óróaplottið þegar jarðskjálftahrinan gekk yfir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á GPS (gögnin er hægt að skoða hérna) þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti hinsvegar breyst á næstu dögum.