Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 7-Október-2014. Auk upplýsinga um síðustu daga.
Staðan í Bárðarbungu þann 6-Október-2014
- Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram óbreytt. Það minnkaði eitthvað smá á Laugardaginn 4-Október en jókst aftur Sunnudaginn 5-Október.
- Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu var með stærðina 5,1 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
- Slæmt veður kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu í gegnum vefmyndavélar eða á svæðinu.
- Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 50 ferkílómetrar að stærð.
- Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga og samkvæmt síðustu tölum þá er sigið meira en 30 metrar.
- Virkni í Holuhrauni er hægt að minnka virðist vera. Þetta er eðlilegt fyrir eldgos af þessari gerð. Það þýðir einnig að aukin hætta er á nýju eldgosi þar sem kvikuinnskotið er til staðar.
Staðan í Bárðarbungu þann 7-Október-2014
- Stærsti jarðskjálftinn þann 7-Október hafði stærðina 5,5 og fannst á Akureyri. Þessi jarðskjálfti átti sér stað klukkan 10:22. Aðrir jarðskjálftar voru minni, og það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem fer yfir 3,0 að stærð sé frá 5 – 20 á hverjum degi. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið svona núna í rúmlega tvo mánuði.
- Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram eftir því sem ég veit best. Vont veður kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá eldgosið á vefmyndavélum Mílu og síðan með því að fara á svæðið.
- Ferðamenn eru ennþá að reyna að drepa sig með því að fara inn á lokaða svæðið. Magn af SO2 gasi sem þarna er nægjanlega mikið til þess að valda blindu og hreinlega bræða lungun í fólki.
- Mig grunar að virkni sé að fara að hefjast í suður hluta Bárðarbungu kerfisins. Hvenær þessi virkni fer á fullt er ekki hægt að segja til um núna.
- Það er spurning núna hversu stöðugur Tungafellsjökull sé vegna virkninnar í Bárðarbungu. Tungafellsjökull er á sama svæði og er núna að gliðnun sýnist mér, þó um sé að ræða aðra eldstöð.
- Ég veit ekki stöðuna á eldstöðinni Hamarinn en þar gaus síðast litlu eldgosi í Júlí-2011 án mikils fyrirvara. Það eldgos varði í 8 til 10 klukkutíma. Þarna geta orðið eldgos án nokkurs fyrirvara og jarðskjálfta. Þessi eldstöð er hinsvegar óstöðug eins og staða mála er núna.
- Eldstöðinn Skrokkalda virðist vera róleg eins og er og það er ekki að sjá að virkni hafi aukist þar eins og stendur.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Svona kom jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum mínum hérna. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Frekari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.