Staðan í Bárðarbungu þann 16-Desember-2014

Hérna er stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Í gær (15-Desember-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin minnkaði í Bárðarbungu í kjölfarið, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á ný síðustu klukkutíma í Bárðarbungu.

141216_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er ennþá með svipuðum hætti og undanfarið. Síðustu daga hafa færri jarðskjálftar mælst vegna slæms veðurs á Íslandi undanfarið. Þetta slæma veður veldur því að illa gengur að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér stað í Bárðarbungu. Ekki hefur verið hægt að fara að Holuhrauni vegna veðurs og því eru ekki neinar nýjar mælingar til af stöðu mála í Holuhrauni (eftir því sem ég best veit). Ég hef ekki getað fylgst með vefmyndavélum þar sem ferðavélin mín ræður ekki við það.

Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,2, það er ekki að sjá að neina aðra virkni í Tungafellsjökli á þessari stundu.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (16-Desember-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Aðeins einn jarðskjálfti náði stærðinni 2,9. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.

141216_1520
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að jarðskjálftahrinan sé búin í augnablikinu. Það er þó möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur eftir nokkra klukkutíma til daga.

Reglulegar uppfærslur: Vegna tafa vegna veðurs við að ná í tölvuborð sem ég þarf að fá áður en ég get farið að skrifa reglulegar uppfærslur. Þá get ég ekki farið að skrifa uppfærslur um stöðu mála eins og ég ætlaði mér að byrja aftur á í dag. Ég veit ekki ennþá hversu miklar tafir er um að ræða hjá mér útaf þessu.

Grein uppfærð klukkan 15:26.