Minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi

Síðustu daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina norðan við Geysi. Þessi jarðskjálftahrina er nærri lítilli eldstöð sem er þar (og Geysir á uppruna sinn í þeirri eldstöð), hinsvegar eru þessir jarðskjálftar fyrir utan eldstöðina og virðist eingöngu eiga uppruna sinn í jarðskorpunni.

141223_0130
Jarðskjálftavirknin norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað eru mjög litlir, sá stærsti hafði stærðina 2,5 og aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið eru minni að stærð. Aðeins 25 jarðskjálftar hafa orðið hingað til, þessi jarðskjálftahrina virðist hinsvegar vera ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni á síðustu klukkutímum og líklegt er að þessi jarðskjálftahrina endi fljótlega.

Staðan í Bárðarbungu þann 22-Desember-2014

Hérna er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

  • Eldgosið í Holuhrauni hefur núna varað í næstum því fjóra mánuði. Það þýðir að eldgosið í Holuhrauni er eitt lengsta eldgos á Íslandi í mjög mörg ár. Þetta gæti jafnvel verið lengsta eldgos á Íslandi síðan á 19 öldinni.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 80 ferkílómetrar (km²) að stærð. Hraunið rennur núna neðanjarðar og brýst fram á jöðrunum og einstaka sinnum á fram á yfirborðinu.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í Bárðarbungu og hefur verið. Vegna veðurs hafa litlir jarðskjálftar sést illa á nálægum SIL stöðvum, einnig sem að margar SIL stöðvar eru niðri vegna snjóa og veðurs.
  • Hægt hefur á sigi í Bárðarbungu, það er hinsvegar ekki hætt eins og staða mála er í dag, heldur hefur aðeins dregið úr siginu eins og stendur. Á sama tíma hefur einnig dregið úr fjölda stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu.
  • Það eru engin merki um það að eldgosinu í Holuhrauni sé að fara að ljúka fljótlega og það er ljóst að þetta eldgos getur haldið áfram í marga mánuði í viðbót, jafnvel í nokkur ár ef þetta verður mjög langdregið eldgos.

Aðrar fréttir af eldgosinu í Bárðarbungu

  • Jarðvísindamenn eru orðnir leiðir á fundum um stöðu mála í Bárðarbungu. Enda hafa verið haldnir í kringum 80 fundnir um gang eldgossins í Bárðarbungu nú þegar.
  • Jarðvísindamenn munu halda áfram að fylgjast með eldgosinu í Bárðarbungu og munu halda áfram að mæta á fundi. Jafnvel þó svo að þeir séu orðnir frekar leiðir á öllum þessum fundum.
  • Lögreglan er með vakt í Drekagili. Þar eru núna tveir lögreglumenn, jafnvel þó svo að enginn fari þarna um vegna ófærðar og veðurs. Jarðvísindamenn fara ekki þarna um þessa dagana vegna ófærðar og veðurs.

Staðan í Tungafellsjökli

  • Nýjustu fréttir benda til þess að kvikuinnskot sé núna að eiga sér stað í Tungafellsjökli.
  • Ef þetta kvikuinnskot í Tungafellsjökli leiðir til eldgoss þá er talið að það eldgos verði ekki stærra en eldgosið í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli.
  • Það má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli.

Jarðskjálftamynd af síðustu 48 klukkutímum

141222_2150
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fréttir af Bárðarbungu

Lögreglumenn eru einir í Drekagili (Rúv.is)
Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu (Vísir.is)
Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands (Vísir.is)

Uppfærslur um jólin

Næstu uppfærslur um stöðuna í Bárðarbungu verða 27-Desember-2014 og síðan 29-Desember-2014.

Annað

Ég mun færa Paypal til Íslands á morgun. Af þessum sökum verður það ekki aðgengilegt næstu daga. Það er hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig beint. Upplýsingar um hvernig á að gera það er að finna hérna.