Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (16-Desember-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Aðeins einn jarðskjálfti náði stærðinni 2,9. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.

141216_1520
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að jarðskjálftahrinan sé búin í augnablikinu. Það er þó möguleiki á því að jarðskjálftahrinan taki sig upp aftur eftir nokkra klukkutíma til daga.

Reglulegar uppfærslur: Vegna tafa vegna veðurs við að ná í tölvuborð sem ég þarf að fá áður en ég get farið að skrifa reglulegar uppfærslur. Þá get ég ekki farið að skrifa uppfærslur um stöðu mála eins og ég ætlaði mér að byrja aftur á í dag. Ég veit ekki ennþá hversu miklar tafir er um að ræða hjá mér útaf þessu.

Grein uppfærð klukkan 15:26.