Staðan í Bárðarbungu þann 12-Desember-2014

Hérna er stutt uppfærsla á gangi mála í Bárðarbungu.

  • Stærð hraunsins er núna í kringum 76 km². Ég hef verið að fá fréttir af stærð hraunsins sem ber ekki saman. Ég veit ekki afhverju það er.
  • Samkvæmt nýjustu mælingum og því sem sést þá virðist sem að hraungöng séu að myndast í hrauninu.
  • Hraunið er núna að koma fram norðan í hraunbreiðunni (næst vefmyndavélum Mílu). Hraunið brýst fram út undan kaldara og eldra hrauni.
  • Engar stórar breytingar er að sjá á gangi eldgossins samkvæmt nýjustu mælingum vísindamanna.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð og áður. Þó er orðið talsvert síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 átti sér stað.

Nýtt myndband af eldgosinu og hrauninu er að finna hérna í frétt Rúv frá því 11-Desember-2014. Eftir því sem ég kemst næst þá er ekkert annað að frétta af eldgosinu. Vegna flutnings míns til Íslands þá hef ég ekki getað fylgst almennilega með stöðu mála í eldgosinu.

Breytt landslag í Holuhrauni (Rúv.is, Myndband)

Annað: Ég vonast til þess að geta farið að skrifa reglulegar uppfærslur um stöðu mála í eldgosinu í Holuhrauni næsta Mánudag (15-Desember-2014). Ferðavélin mín er ekki nógu góð í að skrifa svona uppfærslur, vegna þess að þetta er gömul ferðavél sem er farinn að bila og almennt orðin mjög léleg sem slík.