Þensla staðfest í Bárðarbungu

Samkvæmt nýlegum mælingum Veðurstofu Íslands þá er eldstöðin Bárðarbunga farin að þenjast aftur út. Samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands þá er þenslan sem er að koma fram ekki mjög mikil sem stendur, það gæti breyst ef magn innflæðis kviku inn í Bárðarbungu breytist snögglega.

KISA.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu sem kemur fram í mælingum í Bárðarbungu. Búið er að leiðrétta fyrir reki, hreyfingum jökla og þenslunni vegna kvikuinnskotsins í tengslum við eldgosið í Holuhrauni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bbbegingpseqmaperuption.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu eins og hún kemur fram á GPS mælum Veðurstofu Íslands. Örvarnar sýna stefnu GPS stöðvanna, hversu mikil þenslan er á hverri stöð. Búið er að leiðrétta fyrir sömu hlutum og nefnt er að ofan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vandamálið hérna er að Bárðarbunga er ennþá að síga eftir eldgosið í Holuhrauni og taka breytingum vegna þess. Stóra spurningin er hvort að þetta innflæði kviku muni stoppa það ferli eða breyta því. Það er einnig ekki ennþá ljóst hversu mikið álag eldstöðin ræður við eftir allt sigið fyrr á árinu. Það er einnig ekki ljóst hvernig þetta mun þróast á næstunni. Það er mitt mat að möguleikinn á nýju eldgosi í Bárðarbungu er mjög mikill vegna þessar kvikusöfnunar en það sem er ekki ljóst er hversu langan tíma þetta mun taka og hversu mikil kvika þarf að safnast fyrir í eldstöðinni áður en eldgos hefst. Það eina sem hægt er að gera núna er að fylgjast með breytingum sem koma fram á mælum í kringum Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í fyrradag (17-Nóvember-2015) og í gær (18-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Samtals urðu á milli 80 – 90 jarðskjálftar á þessu svæði. Enginn af þessum jarðskjálftum varð stærri en 2,1.

151118_2140
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í fyrradag og gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist vera á misgengi sem er á þessu svæði. Líklegt má því teljast að þarna verði áfram jarðskjálftar næstu daga og hugsanlega munu einhverjir þeirra ná stærðinni 3,0 eða stærri.