Í fyrradag (17-Nóvember-2015) og í gær (18-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Samtals urðu á milli 80 – 90 jarðskjálftar á þessu svæði. Enginn af þessum jarðskjálftum varð stærri en 2,1.
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í fyrradag og gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan virðist vera á misgengi sem er á þessu svæði. Líklegt má því teljast að þarna verði áfram jarðskjálftar næstu daga og hugsanlega munu einhverjir þeirra ná stærðinni 3,0 eða stærri.